30.4.04

þá er mín að verða geggjuð. allavega er heilinn búinn að bræða endanlega úr sér eftir þessi lokapróf. fór aðeins í 10-11 í lágmúla í gærkvöldi og svo ætla ég í ármúlann og er á gatnamótum....og þarf semsagt að beygja til vinstri á þeim. en gatnamótin eru þannig að það eru 2 akreinar í sitthvora átt og umferðareyja á milli. en allt í einu er ég komin í einhvern
english fíling og farin að
keyra öfugum megin. já ég beygði óvart inn á akreinina fyrir fólkið sem kemur á móti. síðan þegar ég var hálfnuð að ljósunum þá fannst mér þetta e-ð skrýtið. og leit til hægri og sá bílana hinum megin við eyjuna vera að keyra í sömu átt og ég....mér dauðbrá og stoppaði. sem betur fer voru engar bílar að koma úr áttinni á móti mér. ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. hvort ég átti að halda áfram, bakka til baka eða keyra yfir eyjuna. en að lokum ákvað ég að bakka tilbaka. og þá var sko ekki lítið glápt á mig....en þetta reddaðist allt. núna þarf ég greinilega að fara að hafa hugann við aksturinn....það er á hreinu!!!!
nnugni at
10:21
29.4.04

hehehehhe..........kíkið á
þetta :)
nnugni at
14:06

ég var ekkert smá dugleg í gær....mér leiddist soldið þannig að ég ákvað að skreppa heim, var komin til kef um hálffimm og fór þá í heimsókn til hildigunnar. svo þreif ég bílinn minn :), og svo fór ég í perluna og djö er etta lítið. og svo var heimsótt duus með imbu....bara fyrir þig frúkka :)
nnugni at
08:54
27.4.04

það er greinilegt að sumarið er að koma...ég ætlaði aðeins að opna út því það er svo gott veður. en þá sá ég þessa líka
risahlussu randaflugu á sveimi og ég var sko ekki lengi að loka hurðinni....og hún var sko ekki eins góðleg og þessi
nnugni at
17:33

það er nú ekki frá miklu að segja nema að verkefnið er komið á fullt þannig að ekki nenni ég að skrifa neitt um það...og verður sjálfsagt frá litlu að segja næstu daga......en ég er búin að fá 2 einkunnir. og búin að ná þeim báðum. þannig að ég er búin með þjóðhagfræði og rekstrarbókhald :) ég veit að ég náði fjármálum þó ég sé ekki búin að fá einkunn...þannig að þá er það bara upplýsingatæknin og hún gekk vel.....veit að það féllu 8 þó ekki sé búið að setja inn einkunnir í því..það kemur í næstu viku.
nnugni at
12:06
26.4.04

ég afrekaði mikið í gær....hitti hildi í gærmorgun og unnum smá í verkefninu. og svo var ég komin heim um 2 leytið. frá því rétt fyrir hálfþrjú til átta, náði ég að horfa á 4 o.c. þætti, nýjasta friends, bachelor, everybody loves raymond, king of queens og búa til eggjasalat........nei mér leiddist ekkert rosalega ef þú ert að pæla í því. ég hefði sjálfsagt legið yfir o.c. í allt gærkveldi ef hún imba hefði ekki komið og bjargað mér. var nú samt soldið lengi til dyra því ég var orðin föst við sjónvarpssófann. hún dró mig á thorvaldssen og þar hittum við sædísi :) síðan tók ég og imba smá rúnt og komumst við að skemmtilegri staðreynd. sko ég held að guð ætli mér nú barasta að vera einni.....eða þá að það er e-ð samsæri í gangi. við barnabörnin erum 7 og það eru alltaf 2 og 2 saman. en af því við erum 7 þá er ég 1 sona á milli vegna aldursmunar. og sona er það líka hjá hinni ömmu. og svo er ég á lausu.....ég er viss um að guð hefur brennimerkt mig e-ð og þar standi
einfari. allavega læt ég þessa kenningu standa þangað til mar er komin með gæja.....
nnugni at
11:37
25.4.04

jæja mín mætt uppí skóla kl. 10 á sunnudagsmorgni. það er orðið svo bjart á morgnana að það er barasta ekkert mál að fara á fætur.....ég er nebbnilega með sjúkdóm sem heitir
svefnsyndrom...það lýsir sér í að sofa mikið og vera geðvond ef ég er vakin snemma dags. en talandi um að vakna snemma....ég er barasta farin að hlakka geggjað til að fara að vinna....þó ég sé nú ekki spennt yfir þessu ógisslega uniformi sem ég þarf að vera í, í sumar. málið er að venjulega fær sumarstarfsfólk ekki skaffað föt. en fyrst þeir eru nú að endurnýja fötin er um að gera að nýta afgangana handa sumarstarfsfólkinu....þannig að mín fékk e-a ógisslega ljósbláa skyrtu og
slæðu!!! komm on....og í þokkabót þá er hún svo ljót að það eru meira að segja landsbankamerki á henni....hmm ætla að reyna að fara að gera e-ð að viti hér
nnugni at
10:08
22.4.04

gleðilegt sumar!!! ég var obboslega dugleg og fór í baðhúsið í gær....en var svo búin að fá sms frá hildi þegar ég fór heim, um að þær væru að fara að djamma....þannig að mín skellti sér smá á djammið í gær :) about time!!! hef ekkert djammað síðan fyrir próf. ætla nú ekkert að segja frá afdrifum kvöldsins.....nema jú...heiðdís skellti töskunni sinni á borðið og skrapp e-ð. síðan eftir smátíma tek ég eftir e-m reykjarmökk....jújú heiðdís setti töskuna aðeins of nálægt kertinu og það var kviknað í henni.....hehhehe. ég og hildur reyndum að slökkva í henni og það var nú ekki létt verk......heheh...heiðdís mín splæstu þér í nýja tösku. þessi mun ekki lykta vel á næstunni ;)
nnugni at
13:19
21.4.04

mín er sko langt frá því að vera sátt! var að fá einkunn fyrir ritgerðina mína og það er
stórt 0!!! jebb það er satt ég fékk 0 fyrir ritgerðina mína....ég er alveg crazy hérna.....jæja ég er farin að lumbra á kennaranum..hún þarf sko að gefa mér góða skýringu á þessu. það er bara verst hvað þessi kelling er ógisslega þrjósk.....hmmppff :(
nnugni at
11:48

þetta er búinn að vera æðislegur dagur.....gerði gjörsamlega ekki neitt...eða sona næstum því. skrapp í heimsókn til hildigunnar og helenu...djí hvað hún stækkar! og reyndar fór ég að þjálfa...ekkert smá langt síðan ég þjálfaði því ég sagði náttlega upp um jólin. og það var svo gaman að sjá hvað litlu krakkarnir voru ánægðir að fá mig. :) og svo kíkti ég með henni imbu minni á duus í kvöld....en mig vantar e-a vinnu með sumarvinnunni minni. sona kvöldvinnu, þannig að ef þið vitið um e-ð laust á b/d dögunum endilega segið mér frá því :) og svo ætla ég til eyja um verslunarmannahelgina, það verður örugglega geggjað gaman....en jæja farin að horfa á tv :)
nnugni at
00:54
19.4.04

ég trúi þessu varla!!! loksins eru prófin búin. var að klára prófið fyrir hálftíma síðan....og ég barasta veit varla hvað ég á að gera af mér....þó ég sé nú hálfveik ennþá. en mar verður samt að gera e-ð fyrst prófin eru búin....og ég
held meira að segja að ég nái kannski öllu núna í fyrstu tilraun :) hmmm..ég held að ég ætli að fara og slappa soldið af....þar sem ég náði 2 og hálfum tíma í svefn í nótt....l8r
nnugni at
17:15

hvað er málið? ég held að ég verði hérna í alla nótt! er alltaf að heyra eitthvað nýtt sem við þurfum að kunna.....arrg!!! til hvers í andsk. að læra lífeyrisútreikning. ég meina mar hefur fólk sem reiknar þetta fyrir mann þegar mar gerir skattframtölin sín...díses kræst.....jæja on with the butter.....
nnugni at
00:09
18.4.04

ég hef það á tilfinningunni að ég eigi þokkalega eftir að massa síðasta prófið mitt á morgun........sure!!!
nnugni at
18:39

sko ég var ýkt dugleg að vakna kl.7 í morgun og ætlaði að fara í skólann. en nei. mín sko bara orðin veik. og verð bara að húka inni í dag og reyna að læra þótt mar sé pínu veikur.....
nnugni at
14:10
17.4.04

já það er sko eintóm kátína á bænum!!! haldiði ekki að ég hafi náð fjámálaprófinu sem ég fór í gær :) náði 15 krossum rétt af 30. já ég veit, ég rétt skreið....en það er nóg. gott að þurfa ekki að fara í e-ð upptökupróf í þessu fagi. þannig að þetta er búið að bjarga helginni fyrir mér :)
nnugni at
15:48
16.4.04

díses kræst....er sko ekki að meika það að vera uppí skóla að læra.....uss en mar verður nú að færa fórnir til að reyna að ná prófinu!! fórn mín fyrir þetta próf, er svefn næturinnar. sem betur fer er prófið ekki fyrr en kl 1330 á morgun. þannig að mar nær nú að leggja sig e-ð fyrir það. en ég má ekki blogga núna....begga segir nebbnilega að ég eigi að halda mér við lærdóminn. en hún þurfti aðeins að skreppa, þannig að ég nýtti tækifærið til að blogga....og er geggjað að flýta mér að pikka e-ð bull inn. what a crap!!! en hmm...já best að hætta núna.......krossleggið fingur og hugsið svo öll til mín milli 1330-1630 :)
nnugni at
00:34
14.4.04

mar er að verða
crazy hérna!!! erfitt að læra fyrir þetta uppl.tækni próf þegar mar hefur enga bók....bara e-r fyrirlestrar og verkefni. en er bara vel vakandi uppí skóla eftir þessa helv. bjöllu á bókhlöðunni. var þar til 10 og korter í þá heyrist ýkt hátt í e-i bjöllu og svo kom tilkynning sem tók svona 2 mín að lesa því hann var svo dofinn sá sem talaði. talaði ekkert smá hægt. það var e-n veginn sona ,,ágætu gestir, nú er verið að fara að loka eftir 14 mín....takk fyrir. fékk nett áfall mér brá svo, þar sem ég var niðursokkinn í námsefnið.....en þetta er nú meira bullið..verð að halda áfram
nnugni at
00:09
12.4.04

jæja nú ætti ég, frúkka og imba að þekkja allar helstu byttur bæjarins! jebbs....við fórum á
ránna í gær. reyndar ætluðum við á duus...en það opnaði ekki á miðnætti, það var bara allt lok lok og læs! reyndar entumst við ekki lengi þarna með byttunum vorum farnar um eittleytið......
nnugni at
16:22
10.4.04

já ég er alltaf sama auðtrúa fíflið! sko fyrir sona mánuði síðan þá spurði sverrir mig hvort að mig langaði ekki að fara á sugababes tónleikana. ég sagði nei. og þá sagði hann ég, geir, sissó og gaui erum að fara. og ég bara hvernig tímiru að kaupa miða á 4000 kall eða e-ð til að fara á tónleika með 12-14 ára gelgjum? og ég hugsaði með mér......aha ætli þeir verði ekki undir tjékki þarna sem barnaníðingar eða e-ð því þeir á þrítugsaldrinum en hinir gestirnir varla fermdir. svo daginn eftir þá sagði hann við mig að síminn væri að styrkja þessa tónleika. og þar sem þeir félagarnir eru að gera lokaverkefni fyrir símann þá fengu þeir miða á tónleikana. og spurði hvort hann ætti að fá miða fyrir mig. ég sagði bara nei takk....enda enginn áhugi fyrir þessum tónleikum. og svo er hann búinn að vera að tala um tónleikana af og til í mánuð. og alltaf að bjóðast til að fá miða fyrir mig. síðan var ég í fermingu daginn sem tónleikarnir voru. þá segir 16.ára frænka mín að hún sé að fara á tónleika því pabbi vinkonu hennar er e-r kall hjá norðurljósum og reddaði bara fullt af miðum. og auddað sagði ég þá. hey, sverrir þú getur verið með unu á tónleikunum í kvöld.....ætlaði sko að vera voða fyndin. en þá fór ættingjar mínir við borðið að hlæja og sögðu.....náðiru að ljúga sona lengi að henni? og sverrir voða fyndinn. hahahha ég er ekki að fara á tónleikana....síminn er ekki einu sinni að styrkja þá. og ég bara eins og algjört fífl. búinn að vera segja að sverrir sé að fara á tónleikana.....uss hvað mar getur verið auðtrúa........og þið hin sem nýtið ykkur það.......skammist ykkar!!!
nnugni at
17:30
ég vil minna fólk á að skrifa í gestabókina!!! :)
nnugni at
12:24
9.4.04

arrg! ég er sko ekki sátt. ég var að spá í að kíkja til kef í kvöld og fara í partýið til jónu og tobba. en nei...einmitt mín heppni, þá er ég komin með einhverja sýkingu í annað augað og get bara hálfopnað það. þannig að ég lít út eins og e-ð skrímsli!!! ég fór niður á borgarspítalann í morgun....en kellingin vissi ekkert hvað var að mér...spurði hvort ég væri með ofnæmi fyrir e-u, t.d. köttum eða hundum, ég sagði nei. þá spurði hún mig hvort ég hefði verið að klappa einhverjum dýrum....eins og ég væri 5 ára eða e-ð. djö var ég pirruð. þannig að hún setti mig á einhver sýklalyf....gaman líka að vera sona í öðru auganu þegar mar er að lesa undir próf.......en ég segi bara gleðilega páska, þið hin sem eruð ekki í prófum, þeir sem eru að fara á djammið í kvöld og þeir sem eru með bæði augun í góðu lagi og ég öfunda ykkur ekkert og er ekki pirruð!!!!
og ólafía til hamingju með afmælið!
nnugni at
14:39
8.4.04
![]()
úff!! ég þarf sko ekki að borða fyrr en í næstu viku. var nebbnilega í 2 fermingaveislum í dag og shit hvað ég er södd. tobbi og jóna ætla að halda aðalspartý á morgun :) enda verða paparnir í stapanum og þá er ástæða til að djamma í kef. en held ég verði að leggja mig núna og horfa á bachelor....því ég át yfir mig :/ (þessar veislur fara illa með mann)
nnugni at
21:51
6.4.04

ég er að fá fráhvarfseinkenni....ekki búin að blogga í 3 sólarhringa!!! prófið í þjó var í dag og það gekk bara alltílæ. en ég er búin að vera að gera mig að stanslausu fífli í allan dag. það byrjaði á því þegar ég kom inn í matsalinn. ég kom röltandi inn bara svona ýkt cool eins og venjulega ;) nema allt í einu tek ég eftir því að það er stóll farinn að dragast á eftir mér. mér tókst semsagt að flækja skólatöskuna í einn stólinn þegar ég labbaði framhjá og var dragandi hann á eftir mér. ég varð nú soldið vandræðaleg þar sem að ég var alein þarna og gat ekki einu sinni hlegið með neinum. en eins og auli brosti ég eitthvað og gekk frá stólnum. síðan seinnipartinn þá fór ég í baðhúsið með sigrúnu. og mér tókst að festa mig í hliðinu þar sem mar labbar inn....aftur eins og algjör auli. sigrún var nebbnilega farin inn á undan mér. síðan ákvað ég að skreppa til kef. og vil ég þakka backstreet boys fyrir góðan stuðning á brautinni....tókst að grafa upp gamlan disk með þeim.....og sko fallegu lögin!!! nema lag nr.10 það er
bara fyndið :) ok ég kom til kef. og fór út í búð fyrir múttu. þegar ég var búin að versla og var að fara að keyra heim. þá stoppaði bíll fyrir mér svo ég kæmist frá búðinni. en þá þurfti ég að drepa á bílnum og rakst við það í flautuna. þetta var í 3ja sinn sem ég gerði mig að fífli.....en þið vitið hvað sagt er.....allt er þegar þrennt er! þannig að restin af deginum ætti að sleppa fyrir horn....
nnugni at
19:05
3.4.04

afhverju er sona erfitt að taka videospólu? ég eyddi geggjað löngum tíma í að ákveða hvaða mynd ég ætti að taka í gær...og svo þegar mér tókst að ákveða mig, þá átti ég eftir að finna gamla með. og það tók sona helmingi lengri tíma. það væri gaman að vita meðaltímann sem fólk eyðir
inni á videoleigunni þegar það tekur spólu...
nnugni at
16:42
2.4.04

mér finnst ég vera nýbúin að sitja hérna heima að læra fyrir lokapróf...það er meira hvað tíminn líður hratt. áður en mar veit af verður mar komin með b.s. :) en ég er e-ð að verða lasin komin með hálsbólgu og líður ekki beint vel. en mar má ekki hugsa mikið um það núna. heldur verður mar að einbeita sér að því að læra. og svo er auddað prófstressið komið...held samt að ég þurfi ekki að hafa eins miklar áhyggjur og fyrir jól, því þá lærði ég ekki neitt...var sko bara einhversstaðar allt annarsstaðar. en hef samt mestar áhyggjur af fjármálumunum, er nebbnilega drulluléleg í þeim kúrs. en best að að kíkja í bækurnar
nnugni at
12:10