[ nnugni ]

ég er 25 ára keflavíkurmær og er viðskiptafræðingur að mennt útskrifuð frá HR júní 2006.
ég bý núna í breiðholtinu og er að vinna í landsbankanum


[ fólk ]

frúkka
sverrir
þórunn katla
imba
aðallinn
ólý
eva björg
birna ýr
hildur maría
berglind óskars
ragnhildur ósk
steinunn
eva hrund

[ hr ]

finnur
heiðdís
hr-skvísur
laufey
lísa
sigrún helga
sigrún
stella björk
þórdís

[ smáfólk ]

auðunn fannar
helena
katla dimmey
tómas freyr og haraldur daði
tryggvi snær

[ tenglar ]

arthúr
frítt sms
gud.is
hagstofan
kauphöllin
keflavík
landsbankinn
morgunblaðið
seðlabankinn
viðskiptablaðið
víkurfréttir

[ rotterdam ]

herbergið mitt
skólinn
veðrið

[ myndir ]

stelpudjamm 25.05.2007
djamm 04.05.2007
afmælið mitt
útskrift sædísar
föstudagsfyllerí
kosningakvöld

[ gamalt ]

janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008


mailið mitt og msn


templates by rachel

31.10.04

hehehe...það er alltaf gaman að skoða símann sinn daginn eftir fyllerí....var að skoða eitt sms-ið sem ég sendi í nótt..ég man að þegar ég var að skrifa það, þá fannst mér að þetta væri alveg rétt skrifað...pældi smá í því og var sátt við niðurstöðu mína...en..svona hljómaði það: "er á kofasa tómasar frænda hvar ert u?"


nnugni at 21:12


ahhh...nú líður mér obboslega vel...sit hérna með víkurfréttir í höndunum og er að lesa yfir blaðið...þó það komi nú mikið af þessu á netið...þá er það ekki eins gaman og að skoða blaðið. það vantar allar auglýsingar á netinu....t.d. með tilboðum, atvinnu og ýmislegt þess háttar....


nnugni at 16:44


ohhh....ég er hætt að drekka....er setning sem kemur eftir hvert einasta fyllerí hjá mér! en já fór í aðalsparty til gumma á föstudaginn...tók "nokkrar" myndir þar....


nnugni at 13:19

29.10.04

ohh.....ég er svo ánægð!!! :)
það er föstudagur...
það er komin helgi...


nnugni at 14:20

28.10.04

eftir að hafa bölvað skólanum að vera með 2 tíma eyðu í dag.......þá reddaðist allt þegar ég fékk útúr tölfræðiprófinu mínu :)
það borgar sig að læra til 5 á nóttinni....eða mar ætti kannski að byrja e-ð fyrr heldur en 11 kvöldið fyrir próf...


nnugni at 13:32

27.10.04

sædís tók upp fyrir mig one tree hill á mánudaginn og á spólunni sem ég fékk frá henni stendur imbakassinn!!!
hver man eftir honum?
hvaða þáttur var etta aftur???


nnugni at 23:41


ég sakna einars......höfum ekki hist síðan 15.október...og það er sko rosalegt!!!


nnugni at 17:33


komst að því í gær að það er miklu meira action að vera í sædísar herbergi.....t.d. fer nágranni hennar alltaf í sturtu kl. 9 á kvöldin...sem er náttlega bara fyndið og svo höldum við að parið í næsta herbergi hafi verið komið á fullt....eina sem ég heyri í herberginu mínu er þegar strákurinn sem býr fyrir ofan mig er að pissa!!!!


nnugni at 11:20


það er nú gott að vita að það eru fleiri en ég sem nenna ekki að mæta í skólann kl.8 á morgnana. ég skrópaði í tölfræði tíma í morgun.....svo þegar ég kom í skólann þá var búið að setja tilkynningu á netið sem hljómaði svona...

Sæl ágætu en ekki-svo-árrissulu nemendur :-)
Þar sem aðeins tveir mættu í dæmatíma í morgun féll hann niður, vonandi kom enginn of seint og að tómum kofanum !



nnugni at 01:37

25.10.04

já nú fer mar að verða í skólanum meira og minna allan sólarhringinn....fyrir utan þegar mar skreppur á djammið ;) en stjórnunarritgerðin okkar beggu gengur vel...hún fjallar almennt um skipulagsbreytingar. ekki það að ykkur sé ekki drullusama...vitið örugglega ekki hvað skipulagsbreytingar eru!!!
ólý er farin aftur til sweden....og við á klakanum....og það er sko sannarlegur klaki úti!!!


nnugni at 16:31


díses kræst! ég dottaði þokkalega oft í tímanum áðan....það var svo slæmt að ég var að tala við laufeyju á msn og dottaði þegar ég var að skrifa setningu...svo þegar ég opnaði augun sá ég að ég átti eftir að klára setninguna og ýta á enter....nú þarf ég virkilega að fara snemma að sofa á kvöldin!!


nnugni at 12:36

24.10.04

hér eru myndirnar af djamminu í gær....


nnugni at 15:20


þetta er nú búin að vera meiri djammhelgin..uss!!! á föstudaginn fór ég í vísó í kauphöll íslands sem já var bara alveg ágæt...hehe við fengum bjór í dósum, sona 33cl, og þegar ég var búin að taka nokkra sopa af bjór nr.2 þá var mín bara farin að finna á sér....talandi um hænu sko!!!´
eftir vísó fórum við í viðskiptaráðinu út að borða á friday´s fengum þar alveg ljómandi fínan mat...síðan brunuðum við í garðabæinn þar sem við ætluðum að horfa á idolið....þegar idolið var búið og e-ð annað sem við gerðum, þá lá leið okkar niður í miðbæ rvk. við fórum á pravda og hittum helling af liði úr skólanum og ég fékk að heyra áhugaverða sögu um lessur...hehe

í gærdag vaknaði mar svo drulluþreyttur og þurfti að drösla sér uppí skóla kl.12 til að fara að gera þessa stjórnunarritgerð...og svo fór mar barast aftur heim og þurfti aftur að gera sig ready fyrir djammið...kíkti í vesturbæinn til ólýar þar fengum við stelpurnar okkur hvítvín og bjór.....áður en við fórum og borðuðum á casa grande...við áttum pantað borð þar en mættum 20 mín of seint....en það er náttlega bara okkur líkt!!! það var ekkert smá fyndið að sjá e-n gaur á þessum stað sem var orðin soldið ofurölvi fljúga niður tröppurnar sem voru beint fyrir framan okkur...heheh.
en síðan þræddum við bara skemmtistaði borgarinnar og svo var haldið heim á leið mjög seint....vorum reyndar bara orðnar 3 eftir....því sumir þurftu að fara heim að hvíla sig ;)
ég var mikið að pæla í lúkki á fólki á djamminu í gær....og allskonar soleiðis en ég ætla að láta þær pælingar bíða betri tíma.... ;)


nnugni at 15:04


þá er ég loksins búin að redda myndasíðu með hjálp lísu hún er hérna vinstra megin á síðunni og ég er búin að henda inn myndum síðan á föstudagskvöldinu....myndir frá gærkvöldinu er væntanlegar í dag...


nnugni at 14:48

23.10.04

já það er víst kominn laugardagur!!! ég veit hvað það þýðir...það þýðir að hún begga fer í nammiland...heheeh. við skruppum útí kringlu og fórum í hagkaup...við komum bara nokkuð saddar til baka...búnar að belgja okkur út af kynningum. en ef ykkur langar að smakka pizzur sem ég mæli með þá verður sú kona með kynningu til 5.....þannig að skellið ykkur í hagkaup!


nnugni at 14:12

22.10.04

þetta er magnað! frá því bjórinn var fyrst leyfður 1.mars 1989....þá hefur áfengisneysla per.einstakling aukist....fyrir árið 1989 var það 27,48 lítrar og 2003 var það komið uppí 51,84....erum við að verða alkar?


nnugni at 08:47


ég ætlaði að vera geggjað dugleg og mæta í þennan tölfræðitíma sem er kl.8 á föstudagsmorgnum (hvaða fávita datt það í hug?) en nei þá er e-r kella hérna sem er að "kenna" okkur að leita á netinu.......þetta hefði verið fullkominn morgunn til að skrópa....og já hildigunnur til hamingju með ammælið!!!! :* :* :*


nnugni at 08:38

21.10.04

ohhh.....hún laufey er búin að koma þvílíkri dellu í hausinn á mér...laufey skamm!!!!


nnugni at 19:05


ég get svo svarið það. það er bara non stop djamm allar helgar!!! er að fara í vísó á morgun í kauphöll íslands...það verður örugglega geggjað flott! og svo eftir það ætlum við í viðskiptaráðinu að borða saman og horfa á idolið og auddað halda áfram að drekka :)

svo á laugardaginn er ég að fara út að borða með dublinargenginu mínu....en það eru hildigunnur, imba og ólý.

var að uppgötva að það eru bara 4 vikur eftir af skólanum og á þeim tíma á ég eftir að gera ógisslega mikið....t.d. fara í 1 próf, gera 2x30% verkefni og 1x25% verkefni og 1x5% verkefni....díses kræst...hef ekki tíma fyrir allt þetta djamm og þessi verkefni....arrrgg!!!!


nnugni at 15:23


hausverkur dauðans


nnugni at 12:45

20.10.04

við vinkonurnar ætlum út að borða á laugardaginn.....við vitum bara ekki hvert. við erum soldið spenntar fyrir ítölsku og mexíkósku. er e-r með hugmynd að stað til að borða á sem er ekki mjög dýr?...enda um fátæka námsmenn að ræða. og líka veit e-r hvort amigos er farið á hausinn?


nnugni at 11:30


díses kræst hvað ég er þreytt...langar heim að sofa...vildi að ég hefði getað það í morgun eins og sumir!


nnugni at 11:06

19.10.04

það eru ekki margir sem geta horft á sjónvarpið í baði! en það get ég.......í litla herberginu mínu......komst að því að ef ég hef baðherbergishurðina alveg galopna og færi sjónvarpið nær baðinu þá get ég horft á það í makindum mínum í heita baðinu. þetta er sko magnað og ég veit að þið öfundið mig...hehe


nnugni at 22:00


þessir kennarar mínir eru gjörsamlega að fara á kostum í dag....
kennarinn í alþjóðaviðskiptum (sem by the way er kennt á ensku) sagði í dag
"meeting in matsalnum" döö....og svo sagði hann líka
"one brúsa af raksápu"........hahah hvert er heimurinn að fara? þegar gaur sem kennir alþjóðaviðskipti getur ekki munað enskuna???


nnugni at 15:12


fyndið...einn kennarinn er búinn að vera geggjað alvarlegur alla önnina...og fólk sona reynir almennt að mæta á réttum tíma til hans á fyrirlestrana. en svo í dag þá hringir síminn hans.......og í þokkabót er hann með jólahringingu!!! halló? það er 19.október....álit mitt á honum breyttist við þetta.


nnugni at 12:45

18.10.04

erfiður dagur mar...sofnaði yfir tv-inu um 4 leytið og svaf barasta til 8 eða þangað til one tree hill byrjaði. og ég er enn að deyja úr þreytu...enda kannski ekki skrýtið eftir 2 tíma svefn í morgun.
en hvað er málið með kuldann? frúkka þykist e-ð vera að kvarta yfir að það ætti að vera bannað að fara út í sona kulda og e-ð....en hvað veist þú? býrð þú ekki á heimavist og getur þess vegna farið á náttfötunum í skólann??? ;)
þú myndir ekki endast heila viku í mesta frostinu og þurfa að skafa af bílnum á morgnana ;)


nnugni at 21:14


nú er geðveiki síðasta vetrar búin að færast yfir mig......var að læra til 5 í nótt en var sem betur fer búin að stilla báðar vekjaraklukkurnar þannig að þegar ég vaknaði kl.7 þá lá ég í rúminu í öllum fötunum og var svo gjörsamlega búin að flækja mig í rúmteppið og skóladraslið lá allt í kring...þetta var sona ekta bíómyndaatriði!!!
en já ég held ég geti sagt að þetta próf hafi bara gengið alveg ljómandi vel :)


nnugni at 10:20


það er allt svo erfitt og miklar flækjur núna. ohh hvað ég vildi óska að ég væri aftur orðin 5 ára eða e-ð soleiðis....þar sem að mar vaknaði bara þegar mar vaknaði og svaf þegar mar sofnaði....sama h-r dags það var og borðaði (ja ekki allt) en margt sem mar átti að borða og lék sér allann daginn.....engar áhyggjur!!! mamma og pabbi sáu um það!

ef e-r á tímavél handa mér þá er sá hinn sami beðinn um að hafa samband!!!


nnugni at 04:09

17.10.04

hvað varð um allt prófstressið? er ekki búin að vera með vott af stressi á þessari önn......það er ekki gott!







nnugni at 18:37

16.10.04

ég er að fara í tölfræðipróf á mánudaginn og það var sagt að við mættum hafa með okkur öll gögn nema tölvuna. sem sagt af því í bókinni er fullt af töflum og e-u soleiðis sem er ekki hægt að læra utanaf. en já ef mar má koma með öll gögn nema tölvuna.....akkuru ekki að taka með sér aðstoðarmann sem kann tölfræði afturábak og áfram?


nnugni at 17:02


vá kvöldið í gær var nú bara magnað! var á báðum áttum yfir því hvort ég ætti að nenna í vísó...en að lokum ákvað ég að fara. þetta var hin fínasta vísó í , mjög stutt kynning og svo var bara drukkið. en já ég ætlaði nú ekki að fá mér bjór í gær (ætlaði að vera edrú) en hvítvín er ekki bjór!!! hahah. og já ég ætlaði nú ekki í partýið eftir vísó....en fór auddað þangað...og svo ætlaði ég ekki niður í bæ.....en jámm fór víst líka þangað....ég þarf sko að hætta að setja mér markmið, ég stend aldrei við þau!!! uss lélegt.
stefanía sagði að ég myndi verða ógisslega þunn í dag eftir allt þetta hvítvín....en sko mig, ég braggast :) allavega er þynnkan ekki komin....og það er soldið skrýtið ef hún ætlar að koma úr þessu.
en mar má víst ekki hangsa.....helv. töl próf á mánudaginn


nnugni at 16:11


það er ógisslega óþægilegt að vera með hasperrur í maganum...


nnugni at 14:44

14.10.04

prófið búið.........jess!! svo buðum við heiðdísi út að borða í kvöld á vegamótum. en svo einfalt var það ekki.......þegar stefanía var búin að ná í okkur (mig, hildi og lísu) fórum við og náðum í skvísuna....við bundum fyrir augun á henni og keyrðum smá rúnt......svo stoppuðum við fyrir utan vinabæ og þóttumst vera að fara í bingó......hehe bara fyndið....tókum bandið af henni inní bingósalnum þar sem var slatti af fólki. en stelpan var alveg tilbúin að fara í bingó.......virtist bara vera hálfsvekkt yfir því að fá ekki að taka eitt bingó ;)
en já svo fórum við á vegamót og fengum okkur að borða og auddað bjór :)
þetta var bara mjög skemmtilegt kvöld, vona að hún hafi skemmt sér jafn vel og við hinar!


nnugni at 23:59


tölvan mín er með hálsbólgu.......það kemur barasta ekkert hljóð úr henni :(
ætli mar þurfi að fara með hana til læknis?


nnugni at 01:07

13.10.04

er í smá pirruðu skapi....og svona til að láta reiði mína í ljós ætla ég að telja upp það sem ég þoli ekki í augnablikinu..
ég þoli ekki rigningu
ég þoli ekki krossapróf
ég þoli ekki fólk sem lærir ekki fyrir krossapróf og tippar á krossana og fær hærra en ég
ég þoli ekki próf utan skólatíma
ég þoli ekki....


nnugni at 22:42


bjórálfurinn á ammæli í dag :)


nnugni at 21:07


vá ég hélt að mar ætti að fá kannski eitt spark í rassinn á önn ef mar er óheppin.....en nei ég er búin að fá 2!!!!
hvað er í gangi......það gengur eiginlega bara frekar illa...nú þarf sko að taka sig á.....ætla ekki að fara að taka upp að falla eða e-a soleiðis vitleysu eins og í fyrra....þannig að núna þarf ég víst að reyna að læra 24/7


nnugni at 12:55


hvernig er þetta hægt?


nnugni at 00:37

12.10.04

ég get svarið það! ég sem ætlaði sko ekkert að fara í vísó eða e-ð djamm núna á næstunni...ohhh en það er vísó á föstudaginn í .......mar verður nú að kíkja á það þar sem mar hefur unnið 2 sumur þarna.....


nnugni at 18:48


þar sem það þorir enginn að giska á markmið gærdagsins.....þá segi ég bara frá...en það eina sem ég gerði ekki var að mæta í alla tíma dagsins...það er sko alveg hægt að fara að sofa fyrir miðnætti.......ef mar er dauðþreyttur.....líka sérstaklega ef mar sleppir kríunni....og það er ekkert að því að vera farin að sofa hálftíu!!!! það er bara kúl ;)


nnugni at 15:24


ég og laufey fórum í blóðbankann í gær og fórum í sona prufu hvort að það sé alltílæ með blóðið okkar og ef allt er í læ þá megum við koma og gefa eftir 2 vikur. málið er bara að ég veit ekki hvort ég þori því lengur....því þegar ég var búin og var að bíða eftir laufeyju....þá var e-r gaur inná kaffistofunni (fyrir fólkið sem er búið að gefa) sem barasta leið yfir....greyið datt bara fram fyrir sig og beint á diskinn....og allar 7 eða 8 hjúkkurnar hlupu og þurftu allar að hjálpa greyinu....mar er barasta komin í vafa hvort mar eigi að þora þessu...


nnugni at 10:47


var að velta einu fyrir mér í gær...ja eins og alla daga....soldið heimskulegt. afhverju virðist sum rigning vera blautari en önnur? auddað er öll rigning blaut en stundum virðist rigningin vera óvenju blaut!!! alveg magnað...


nnugni at 10:32


ég náði að halda 4 af 5 markmiðum gærdagsins.........alveg magnað!!! þannig að happaliðudreifingin hennar laufeyjar er fallin :p
hmm???
á hverju ætli ég hafi klikkað í gær?


nnugni at 10:10

11.10.04

mér dettur svo margt sniðugt í hug þegar ég er í baðhúsinu en svo er ég alltaf búin að gleyma því þegar ég kem heim...


nnugni at 19:51


ég er búin að setja mér markmið fyrir daginn...þau eru..

1.að skrópa ekkert í dag
2.fara í baðhúsið
3.læra
4.ekki fá mér kríu
5.fara að sofa fyrir miðnætti

af þessum 5 markmiðum verður mjög fróðlegt að sjá hversu mörg þeirra ég mun halda....
einhver veðmál?


nnugni at 11:18


ég vildi að það væri til skóli........þar sem mar gæti legið í þægilegu rúmi og gæti lokað augunum en samt verið að hlusta...(ja eða ekki hlusta).....ohhh þetta er frábær hugmynd.........þá myndi ég sko pottþétt mæta miklu betur í skólann!!!


nnugni at 10:40

10.10.04

finnst ykkur hverfisbarinn vera plebbaplace?


nnugni at 23:39


msn-ið mitt er e-ð þroskaheft...það virðist bara ekki virka. þannig að ef þið reynið að tala við mig og ég svara ekki, þá er það ekki af því ég vil ekki tala við ykkur...


nnugni at 23:02


eftir heimsóknir og búðarráp með þórunni og tómasi frey, var loks komið til sunny kef...við mikinn fögnuð foreldra minna (þau halda því fram að ég komi aldrei heim). klst seinna var ég auddað farin út....kíkti til frúkku...og svo seinna um kvöldið fórum við á duus(auddað, það er must þegar mar kemur til kef). við fórum með imbu, gopal og gústa. ég held samt að það hafi ekki liðið sona langt á milli heimsókna á duus síðan ég fór í útskriftaferðina....en það voru komnar 2 vikur síðan ég hafði farið þangað síðast þegar við fórum í gær....sem er náttlega alveg magnað met ;)


nnugni at 16:58

9.10.04

hvað er málið? á fimmtudagskvöldið fékk ég loksins þá tilfinningu að ég væri virkilega að finna mig í náminu........og auddað varð mar ánægð...að finna að þetta á við mig.....en svo fór ég í prófið í gær...og viti menn...ég sem finn mig svo vel í þessu námi, fékk ekki nema 4!!!! :(
reyndar var meðaleinkunnin ekki nema 4,49...þannig að það segir allt sem segja þarf um þetta próf..


nnugni at 23:57

8.10.04

miðannapróf í gerð og greiningu ársreikninga eftir aðeins 2 tíma!!!! shit....sko. ég held ég eigi að vera búin að ná þessum útreikningum en ég hlýt að klikka á þeim eins og venjulega...:p ekta ég e-ð. og svo er það allur þessi lagahluti....úff...var sko uppí skóla til 4 í nótt og fór svo heim og fór að sofa rétt fyrir hálffimm......svo ætlaði mín að mæta í tölfræði kl.8 í morgun.......en shitturinn sko það var bara ekki sjéns........ég komst ekki einu sinni í skólann fyrr en allir tímar dagsins voru búnir.....en well..on with the butter.......og krossleggið fingur fyrir mig ;)


nnugni at 13:56

7.10.04

ég held að bestu og frumlegustu kokkarnir séu fátækir námsmenn....


nnugni at 20:02


ég fór fram í eldhús........ætlaði að fá mér brauð með kæfu.....sem mér leist voða vel á...hollt og gott sko. en nei þá er e-r að hita sér geggjað girnilega pizzu í ofninum og það soleiðis angaði allt eldhúsið af góðri pizzu lykt!!! en ég verð að bíta í mitt brauð með kæfu :(


nnugni at 16:32


ofninn inni hjá mér er meira en lítið crazy........það kemur aldrei hiti ef ég ætla að reyna að setja smá hita á........en þegar mar opnar glugga til þess að lofta út........þá fer hann bara á fullt...ég get svarið að það býr lítill álfur í ofninum mínum.......sem hlær að þessu og nýtur þess að pína mig


nnugni at 13:26


mar er e-ð svo fatlaður ef mar kemst ekki á netið.....bara asnalegt!! netið lá niðri í gærkvöldi heima....og ég bara þurfti þá að horfa á tv....hefði auddað getað lært, en hafði enga orku í það. mar er sona álíka fatlaður með að komast ekki á netið...eins og þegar mar gleymir símanum sínum e-s staðar...geggjað óþægilegt. það hefði kannski verið að fínt ef netið hefði líka legið niðri í dag....þar sem að það er próf í gerð og greiningu ársreikninga á morgun (vá hvað það tekur langan tíma að pikka inn nafnið á faginu!!) og ekki veitir mér af því að læra sko...


nnugni at 13:12

6.10.04

ég fékk sko ógisslega illt fyrir hjartað áðan :( fór í bónus í holtagörðum með mömmu.....og sá gamla bílinn minn......enn verr farinn heldur en þegar ég sá hann í sumar....hann var bara ógisslega skítugur og allur útí beyglum...og ennþá með endurskoðun og í þokkabót hafði hálfvitinn lagt honum í stæði fyrir fatlaða!!!
fólk á að fara vel með bílana sína...


nnugni at 15:58


prófið búið!!! veit ekki h-g það fór....þetta var allt voða ruglingslegt og snúið....en ég fæ hrós fyrir afrek dagsins :) þau voru að ég fór að sofa rúmlega 4 í nótt og var komin í skólann kl.8!!! en ógisslega var það erfitt........sona er etta!! life goes on...


nnugni at 12:12


ef ég er ekki mætt í tímann kl:8.15 í fyrramálið........þá bið ég þann sem les þetta, að vinsamlegast fara uppí sjónvarpsherbergið á 4.hæð og vekja mig....


nnugni at 02:20


mig vantar kaffi.......


nnugni at 02:11

5.10.04

hefur fólkið í íkí ekkert að gera????



nnugni at 22:45


dálítið magnað var að gerast akkúrat í þessu..........ég var að fá mér mjólk í fyrsta skiptið þar sem ég bý.........ég er búin að búa hérna í meira en mánuð....og hef aldrei opnað mjólkurfernu hérna!!!
ég verð að fara að bæta úr þessu..........svo ég verði ekki komin með kryppu um jólin...


nnugni at 20:10


nú þarf sko að setja allt á fullt.......próf í fjármálamörkuðum á morgun....


nnugni at 15:57

4.10.04

jæja ein stutt könnun....endilega svara...þá bara nafnlaust, ef þið þorið ekki að skilja eftir nafnið ykkar....stutt eða sítt hár???


nnugni at 22:57


hehehee........fann þetta á mbl.is.hundruð farþega urðu fyrir ónæði og seinkun varð á ferðum þeirra er flugvellinum í brisbane í ástalíu var lokað í rúma klukkustund eftir að suðandi hjálpartæki ástarlífsins var í misgripum talið vera sprengja.


nnugni at 14:23


sloppur!!! það er mjög skemmtilegt orð.....en afhverju baðsloppur??? afhverju ekki sjónvarpssloppur....eldhússloppur eða e-ð allt annað en baðsloppur? ég fatta ekki heldur....mar hefur mikið fyrir því að láta helmingana sona fínt yfir hvorn annan til að þeir liggji vel og svo bindur mar voða fínt.......en eftir sona 2 mín.......þá er bandið orðið vítt yfir mittið og allt orðið útúrsjúskað............þetta er asnaleg flík!


nnugni at 10:36

3.10.04

vá!! það var sko þrusudjamm í gær. það var sko sona húspartý þar sem ég bý og svo komu stelpurnar til okkar sædísar til að djamma......því við vorum búnar að ákveða að hafa sona stelpudjamm. en það var nú alveg sæmilega mætt í þetta partý...þó sumir hafi ekki látið sjá sig. svo var haldið í bæinn þegar allir voru reknir út kl. hálftvö....hvað er málið með það......mar er bara rekinn að heiman!!!!

en jæja við byrjuðum á því að fara á celtic cross.....þar var mikið dansað og sungið. svo fór ég á barinn og var að kaupa mér bjór....þá kemur e-r gella til mín og segir:"fyrirgefðu má ég spurja þig að svolitlu?" ég bara:"jájá" hún:"hérna ertu ein hérna?" ég bjóst nú við því að hún væri að meina hvort ég væri með einhverjum gæja....svo ég sagði:"já"....hérna segir hún:"áttu kærasta?" og ég svaraði bara og sagði:"nei".....þá sagði hún:"sko ég á hérna einn vin sem mig langar að kynna þig fyrir" og ég bara fokk hvað var ég að koma mér í núna??? svo ég spyr hana hvar hann sé...og hún segir að hann sé að dansa á dansgólfinu og benti mér á hvar hann var. og sagði honum líst svo obboslega vel á þig!!! ég leit á gaurinn og bara...jæja(leist sem sagt ekkert á hann)....og svo sagði hún mér hvað hann heitir....ég er búin að gleyma nafninu...og þetta var e-ð útlenskt nafn. svo ég spurði hvort þetta væri útlendingur.......og hún sagði að hann talaði íslensku en væri frá palestínu!!! díses kræst!! en jæja ég man ekki h-g ég kom mér úr þessu......en það tókst.

en svo var haldið áfram að dansa...og ég þoli ekki að vera að dansa og það er alltaf verið að ýta í mann og e-ð soleiðis....svo að ég ýti bara alltaf á móti...og venjulega þorir fólk ekki að gera neitt aftur á móti við mig.....hehehe ég er svo mikill púki. en já síðan ýtum við bara á móti........og þessar gellur tjúllast alveg......verða bara crazy og hóta að lemja okkur.......en við náttlega svo kúl ;) og sögðum að við myndum bara lemja þær á móti. þá sögðu þær að fullt af vinum þeirra væru uppi sem myndju lemja okkur í klessu þegar við færum út......ó god djö var ég hrædd.....eða þannig!!! heheheh gæti ekki verið meira sama........en þær fóru sko eftir að við vorum búnar að ýta sona í þær.........en hehehe þessir vinir hafa bara verið e-ð feik......því við sáum þær ekki meir og enginn lamdi okkur í klessu þegar við fórum...

jæja svo lá leið okkar á nelly´s þar héldum við áfram að dansa og hittum drífu beib....alltaf gaman að hitta hana :) það var nú lítið annað gert þar en að dansa. við ákváðum að fara á sólon því okkur finnst nelly´s ekkert voða spennandi staður. og suprise!!!! það var dansað meira.....og einnig hittum við garðbúastrákana þar.........og það er náttlega bara gaman þegar mar hittir suðurnesjafólk...og svo urðu allir voða sybbnir og fóru heim að lúlla........

jamm þetta var sona saga gærkvöldsins....en ég er örugglega að gleyma e-u sem verður þá bara að koma seinna.....

píz out


nnugni at 13:05

2.10.04

djamm í kvöld............


nnugni at 14:37

1.10.04

ég og sædís skelltum okkur á vatnið í gær....við ákváðum að koma frúkku á óvart því hún átti ammæli. við ætluðum nú bara að stoppa stutt....en svo var fyllerí á vistinni....þannig að mar fékk sér bjór og við ákváðum bara að lúlla hjá henni frúkku okkar......síðan var farið á fætur kl.6 í morgun......og díses kræst.....það er sko allt allt of snemmt....ekki kristilegur tími..nema mar sé að fara að sofa ;) vegna þoku og rigningar vorum við svo ekki komnar í rvk. fyrr en 7.20 og svo mættum við "hressar" í skólann kl.8.....og það var sko fengið sér kaffi í morgun...ekki veitti af!



nnugni at 22:10


ohh þetta er frábær dagur!!! ég er búin með tölfræði verkefnið, það er helgarfrí, ég elska íþróttabuxurnar mínar og ég fékk laun sem ég vissi ekki að ég ætti eftir að fá.......:)


nnugni at 13:26


afhverju er mér sona kalt á tánum??? sædís, er etta þér að kenna?


nnugni at 10:41


ég elska rúmið mitt!!! mig dreymir um það núna............zzzzzzzzzzzzzz. en þess í stað sit ég í helv. stjórnun..


nnugni at 10:17