[ nnugni ]

ég er 25 ára keflavíkurmær og er viðskiptafræðingur að mennt útskrifuð frá HR júní 2006.
ég bý núna í breiðholtinu og er að vinna í landsbankanum


[ fólk ]

frúkka
sverrir
þórunn katla
imba
aðallinn
ólý
eva björg
birna ýr
hildur maría
berglind óskars
ragnhildur ósk
steinunn
eva hrund

[ hr ]

finnur
heiðdís
hr-skvísur
laufey
lísa
sigrún helga
sigrún
stella björk
þórdís

[ smáfólk ]

auðunn fannar
helena
katla dimmey
tómas freyr og haraldur daði
tryggvi snær

[ tenglar ]

arthúr
frítt sms
gud.is
hagstofan
kauphöllin
keflavík
landsbankinn
morgunblaðið
seðlabankinn
viðskiptablaðið
víkurfréttir

[ rotterdam ]

herbergið mitt
skólinn
veðrið

[ myndir ]

stelpudjamm 25.05.2007
djamm 04.05.2007
afmælið mitt
útskrift sædísar
föstudagsfyllerí
kosningakvöld

[ gamalt ]

janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008


mailið mitt og msn


templates by rachel

30.9.04

ég er búin að uppgötva galla á herberginu mínu.........................það er erfitt að vakna þar!!!!


nnugni at 13:27


hún frúkka mín á ammæli í dag.........loksins komin á þrítugsaldurinn..
hún á ammæli í dag
hún á ammæli í dag
hún á ammæli hún frúkka
hún á ammæli í dag.
til hamingju með ammælið eskan!!!! vona að þú eigir góðan dag á vatninu....


nnugni at 00:05

29.9.04

ég held ég geti sagt með góðri samvisku að ég er ekki viðskiptanörri. var í tíma um gerð og greiningu ársreikninga.....og við vorum að skoða ársreikning hjá fyrirtæki........svo segir kennarinn:,,sjáiði það er meira hér í þessum lið, en þessum!!!" og fólkið fór að hlæja.......mér fannst það ekkert fyndið..........


nnugni at 10:07


var að tala við ónefndan aðila á msn.......þessi aðili sagði orðrétt að: ,,nákvæmlega 75% af svörum þínum eru k, ekkert, hehe", og svo kallarnir tveir.....þessi með tunguna út og súperglaði kallinn....er þetta rétt hjá henni? þarf ég að fara að breyta um stíl???


nnugni at 09:29

28.9.04

ég fór í baðhúsið í kvöld og var að vigta mig og láta mæla fituprósentu og það. nema gaurinn sem mældi mig leit ekkert út fyrir að vera sona e-r einkaþjálfari eða e-ð soleiðis, hann stóð þarna í miðjum tækjasalnum með bjórbumbuna sína út í loftið og japlandi á e-m hollustu sjeik. svo var eins og hann vissi ekkert hvað hann væri að gera þegar hann mældi mig.......mér fannst eins og þetta væri falin myndavél eða e-ð, hann var alltaf e-ð að líta í kringum sig og var voða flóttalegur......ég var líka farin að líta í kringum mig....bara til að gá hvort ég myndi sjá e-r myndavélar..............uss þetta er nú meira bullið!!!!


nnugni at 23:24


það er alltaf jafn fyndið að fara með mömmu í hraðbanka....hún er ein af þeim sem reynir að gera pin númerið í laumi......hehehe bara fyndið!!!!


nnugni at 17:21


litla hjartað mitt tók kipp!!! ég hélt að ég væri orðin gáfuð...því ég gat reiknað 2 dæmi úr dæmaskammti síðustu viku. en nei það var víst bara e-r heppni....er orðin strand með dæmi þessarar viku :(
ohhh....skil ekki hvað er að ske.......mér hefur aldrei áður gengið svona illa í stæ/töl.....miðannaprófið er eftir tæpar 3 vikur og það er sko eins gott að ég verði e-ð farin að skilja í þessu þá...


nnugni at 13:33


annars kom sædís vinkona alveg með golden moment í gær....sko við vorum að keyra fram hjá 10-11 á hverfisgötunni...þá allt í einu fór hún að hlæja og sagði:,,þetta er svo asnalegt það stendur inngangur hjá einu hurðinni að búðinni!!!"......hehehe og þá sáum við fyrir okkur helling af fólki sem var fast inni í búðinni því það myndi ekki finna útganginn!!!! þetta var sona you had to be there moment!!!


nnugni at 01:12


veit ekki hvað er að mér.....það er eins og ég sé búin að vera í e-m draumaheimi í sona 2 vikur eða e-ð. ég er eirðarlaus......ég nenni ekki að læra...ég nenni ekki að gera neitt. og mig langar til útlanda. en nei ég valdi víst að fara í hr þannig að ég verð að vera fátækur námsmaður í 2 ár í viðbót....vona að ég vinni e-a ferð til útlanda....en það eru nú ekki miklar líkur á því.....þar sem að allir leikir um útlandaferðir virðast bara þjóta fram hjá mér......ég tek örugglega ekki eftir þeim, því ég er upptekin í draumaheiminum mínum....


nnugni at 00:01

27.9.04

ég trúi þessu ekki!!! kötturinn minn réðst á mig......en hann tapaði. hann brotnaði :( imba verður ekki ánægð með mig núna!


nnugni at 18:42


já þessi helgi var nú alveg ágæt. beilaði á vísó á föstudaginn.........ég barasta nennti ekki...en ég ákvað nú samt að kíkja í 3.árs partýið....allir orðnir hauga þegar ég mætti og klukkan ekki nema hálftíu...enda ekki skrýtið, venjulega er ég orðin hauga um 7 þegar ég fer í vísó. eftir partýið var haldið niður í bæ....og eftir mikla leit að bílastæði með heiðdísi og 2 farþegum..komumst við loksins á pravda. stefanía átti sín móment þetta kvöld ;) en ég var nú bara komin snemma heim....var víst komin heim fyrir 2 hehehe.
en laugardagurinn fór nú bara í e-ð rugl.....átti að mæta í saumó til frúkku kl.20 en mér tókst að sofa yfir mig. jamm ég vaknaði kl.5 mínútur í átta og átti eftir að hafa mig til.....en mar kippti nú bara sléttujárninu yfir í næsta hús. við fengum okkur nokkra bjóra og ætluðum svo að kíkja á lífið í sveitinni......en hér eru fréttir!!!! það var dautt.....jamm nema það teljist mannlíf, allir þessir kanar sem voru á traffic??? nei ég held að það sé þá betra að vera bara heima............


nnugni at 10:28


ég trúi þessu ekki ég gleymdi að segja e-ð sniðugt 26.....:(


nnugni at 00:47

25.9.04

skil ekki af hverju stöðvunarskyldu merkin eru bara með einu p-i. þetta er stop en ætti að vera stopp!!! asnalegt!


nnugni at 14:52


ég meina það! ég má ekki fara á djammið......ég týni næstum alltaf öðrum eyrnalokknum. :( ég á orðið 4 staka lokka............ég er að hugsa um að nota þá bara saman....það yrði e-ð skrautlegt...hehehe


nnugni at 11:15

24.9.04

sjáiði bílinn???


nnugni at 18:51


þetta er rosalegt!!! þvílíkur dugnaður...mætingin fór úr 48% frá síðustu viku í 83%.....:)
djamm í kvöld.....hmmmm????


nnugni at 10:26

23.9.04

oj barasta, ég trúi ekki að frúkka hafi látið mig smakka þetta ógeð........hún var með nammi í poka og þar var sona e-ð morgunkorn með þykkusúkkulaði utaná......mar hélt að þetta væri kúla eða e-ð en jakk!!!! en annað mál.....hverjum dettur í hug að framleiða sona??? þetta er sko afleit viðskiptahugmynd.....


nnugni at 22:12


ég get svarið það!!! það er ekki sýnt neitt annað en james bond á s1. ég er sko ekki sátt....


nnugni at 00:35

22.9.04

díses kræst! sit hérna í tíma hjá kalli sem gæti svæft sjálfan sig!!!!!


nnugni at 11:25


smá pæling! ég er með 9 kennara, 8 eru kk og 1 kvk. enginn af þessum 8 kk kennurum er e-ð sona geggjað heillandi.........þannig að mann langi að mæta í tíma. hvernig væri að nota smá heilann við ráðningu á kennurum?


nnugni at 09:15


þessi færsla er tileinkuð brósa mínum, sem er hálffimmtugur í dag.........til hamingju með afmælið!!!!! :)


nnugni at 00:01

21.9.04

ég komst að því í gær að ég er frekar taktlaus..........allavega ef fólki leiðist þá getur það stytt sér stundir með því að hlæja að mér í body combat...


nnugni at 13:15

20.9.04

þetta er líka snilld!!!!


nnugni at 16:30


ég fékk gest áðan....það er ekki frásögufærandi nema af því ég hafði verið að læra frammi í lesstofu, svo var ég að fara í bónus með sædísi og sverri. ég ætlaði bara rétt að skjótast með skólabækurnar og tölvuna mína inn í herbergið......þá glápir þessi ógisslegi köttur á mig þegar ég opna dyrnar að herberginu.....ég veit ekki hvoru okkar brá meira en ég öskraði e-ð óskiljanlegt og það minnti einna helst á hryllingsmynd......á meðan hljóp kötturinn aftur út um gluggann alveg skíthræddur. sædís og sverrir komu hlaupandi og spurðu hvað hefði gerst og skellihlógu að mér. þetta fannst mér ekki fyndið!!!!


nnugni at 16:02


þetta er hrikalegt ástand............ég mætti ekki í nema 48% af tímum síðustu viku. ég næ ekki einu sinni helming. ég hef ákveðið að bæta mig í þessari viku og mæta í meira en 48% tíma. ég byrjaði á því að skrópa í fyrstu 2 tímunum í morgun.............


nnugni at 10:21

19.9.04

afhverju eru allar helgar alltaf sona fljótar að líða? mér finnst að skólavikan eigi að vera 4 dagar og helgarnar 3 dagar........


nnugni at 20:12

18.9.04

heehehheh..............þetta er bara fyndið!


nnugni at 21:20


mig langar svo í nýja myndasíðu........ef e-r veit um einfalda og þægilega síðu, þá er sá hinn sami beðinn um að láta það í bullið ;)


nnugni at 19:06


þetta er alveg magnað! það eru bara 65 dagar í að lokaprófin byrji og 79 dagar í jólafríið!!!!


nnugni at 18:48


bíddu nú við........síðan mín er komin í lag :) þetta eru töfrar.......


nnugni at 01:09

17.9.04

ohhh....síðan er e-ð biluð.....en það þarf að redda því um helgina ;)


nnugni at 01:30

16.9.04

oj........ógissleg fýlan af gaurnum sem sat við hliðina á mér í prófinu áðan......var að kafna. hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk geti einbeitt sér í sona svita-andfýlu?


nnugni at 18:00


akkuru er mar alltaf með geggjað koddafar á kinninni/unum þegar mar er ógisslega þreyttur, en hina dagana kemur ekkert far???


nnugni at 10:04

15.9.04

jæja ok....ég var að keyra uppí skóla í dag til að sækja sverri, ég var stopp á umferðarljósum á stórum gatnamótum á leiðinni þangað....og eins og svo oft áður, lít ég á fólkið í bílnum við hliðiná. í bílnum voru 3 sona manson manneskjur....ég veit ekki hvort þetta voru 2 stelpur og 1 strákur eða 2 strákar og 1 stelpa.....eða kannski bara stelpur eða bara strákar.......því þau voru öll með sona sítt svart hár, í leðurkápum og frekar óhugguleg að sjá. nema hvað svo lít ég á skrautið sem hangir niður úr baksýnisspeglinum....þá voru þau með sona ógisslega litla manson stelpu hangandi úr speglinum. hverjum dettur eiginlega í hug að framleiða sona manson dóterí til að festa í baksýnisspegilinn í bílum????


nnugni at 23:35


hversu ömurlegt er þetta??? ég sá gamlan kall stela dv í nóatúni áðan............hvert er þessi heimur að fara?


nnugni at 16:12


það lítur út fyrir að mar geti tekið sér pásu frá djamminu næstu helgi......loksins!!! er eiginlega komin með ógeð af djammi.....þar sem ég er búin að djamma hverja einustu helgi síðan um verslunarmannahelgina.....hmmm??? hvað ætli verði gert um helgina? örugglega ekki duus!!!


nnugni at 13:20

14.9.04

ái mar!!! ég er að drepast úr hasperrum eftir tímann í gær...........


nnugni at 20:16


obboslega er ég sátt við ykkur......undirtektirnar við nýja lúkkinu voru mjög góðar :)
ég fór í baðhúsið með sigrúnu í gær, við ákváðum að taka á því í body combat og við vorum eins og apar.......búnar að gleyma öllum þessum múvum..síðan var ein kellan þarna ýkt fyndin....þetta var svona bridget jones týpa.....heheh bara fyndið!!!
en hann finnur er greinilega búinn að læra e-ð í tölfræðinni í vetur......allavega er skemmtileg tölfræði um dæmatímakennara í HR á síðunni hans.....


nnugni at 14:01

13.9.04

ég nennti nú ekki að bíða eftir skoðunum..........þannig að ég lét bara vaða......en endilega segið mér hvernig ykkur líst á nýja lúkkið!!!! :)


nnugni at 02:26

12.9.04

úff.....heljarinnar innflutningspartý hjá imbu og gopal í gær.....svaka stuð! þau fengu fullt af innflutningsgjöfum og má nefna þar t.d. skúringafötu, drullusokk og garðhanska...hehehe. þegar allir voru orðnir vel ölvaðir eftir geimveruleikinn.......var haldið niður í bæinn...leið okkar lá á traffic.....en við skulum ekki hafa neinar fylleríssögur hér ;)
en já ég er að hugsa um að skipta um lúkk á síðunni minni............hvað finnst þeim sem lesa þessa síðu???
mig langar að fá smá álit takk fyrir!!


nnugni at 21:53

10.9.04

jæja letibloggarar.........nú fer ég að fara að hreinsa til þarna hægra megin á síðunni og henda ykkur út.....þið fáið pínulítinn frest.....


nnugni at 10:33

8.9.04

kannski mar geti verið duglegur í ræktinni í vetur.....ég labbaði alla leið í baðhúsið í gær...og mér leiddist svo mikið að ég tók tímann hvað ég væri lengi að labba......ég var heilar 2 mín!!! hef örugglega aldrei verið jafn fljót að fara þangað og aftur heim....


nnugni at 18:13

7.9.04

bara sona til að gera frúkku öfundsjúka........þá náði ég að stilla tv-ið mitt í gærkvöldi og er komin með alveg helling af stöðvum :) og ég þarf ekki að rífast við 40-50 aðra um hvað eigi að horfa á í tv-inu..........hehehe


nnugni at 12:11

6.9.04

hurru já......ég fór í skírn í gær.....til þórunnar og jóns ragnars...........og litli sæti kúturinn er kominn með nafn........tómas freyr til hamingju með nafnið tómas freyr!!!! :)


nnugni at 18:40


ég er að verða vitlaus af því að hafa ekki net heima hjá mér!!! og í þokkabót næ ég bara stöð 2 og eurosport af öllum þeim stöðvum sem eru í húsinu....arrrgggg!!!!
en sem sagt ljósanóttin var um helgina og hún var bara ein snilld......flugeldasýningin var svo miklu miklu flottari en þessi sem ég sá á menningarnóttinni í reykjavík.....það er varla hægt að bera þær saman. heheheh........það eru sko engir þjófar þar sem ég bý. ég gleymdi 2 skólabókum frammi í anddyri daginn sem ég var að flytja..........mín keyrði svo bara til kef og sona og kom svo um 10 leytið um kvöldið til baka.......og þær biðu mín bara eins og ekkert væri.....og það fyndna var að ég fattaði ekki fyrst að þetta væru mínar bækur! :)
en svo gerði ég mig að algjöru fífli í skólanum í dag....ég var á bókasafninu að prenta út glósur....og stóð upp til að ná í þær......svo þegar ég kom til baka þá sat bara e-r í sætinu mínu.....ég ætlaði að fara að segja e-ð en uppgötvaði að þetta var ekki mitt borð og labbaði svo eins og hálfviti......að mínu borði......ok ég skil að fólk gleymi hvar það leggur bílnum sínum (það kemur oft fyrir mig). en að gleyma við hvaða borð mar situr.......á ekki einu sinni það stóru safni...komm on!!! leggið mig inn núna.....


nnugni at 18:28

3.9.04

þá er ég flutt!! jamm ég eyddi miðvikudeginum í að flytja....þannig að núna bý ég ein í herbergi með ágætis baði. en já það mætti nú vera miklu, miklu meira skápapláss þarna........greinilegt að það var ekki gert ráð fyrir stelpu með mikið, mikið af fötum.....uss!!!
en ég er nú bara að verða búin að koma mér þokkalega fyrir þarna....á eftir að fara með e-ð meira af drasli og slatta af fötum........þó ég viti nú ekki almennilega hvar ég mun geyma þau :s
auk þess er búið að vera e-ð vesen með þráðlausa netið þarna. ég næ barasta ekki að tengjast því....en það kom e-r viðgerðakall í dag....þannig að vonandi verður það í lagi á sunnudaginn :)
og hey já!! ég er komin með heimasíma :)
svo er ég að fara að hitta stelpurnar í kvöld......jeej!! og náttlega ljósanóttin á morgun....og spennó, það verður í svörtum fötum í stapanum......en skemmtilegt...þeir hafa örugglega aldrei verið með ball í stapa......jeright!!! hvernig væri að koma með e-ð nýtt þarna í stapanum???
en ég heyrði nú eitt ýkt fyndið í dag..........en ég varð nú samt soldið móðguð...var e-ð að tala um ljósanótt við stellu...og sagði: "hmmm...hvaða hljómsveit ætli verði í stapa?" þá heyrðist í stellu:"veistu ég hef aldrei farið á sveitaball!!!"..................halló!!!! að fara á ball í keflavík..........er ekki sveitaball!!!...........eða allavega hef ég aldrei litið þannig á það og mun aldrei aldrei gera.........við skulum hafa það á hreinu!!!
over and out


nnugni at 19:25

1.9.04

dömmí setning dagsins....kennarinn:"ég hvet ykkur til að fylgjast með fréttabréfum bankanna, t.d. hálffimmfréttir kbbanka.....þær koma kl.hálffimm!!!"..........döööööö


nnugni at 11:14