[ nnugni ]

ég er 25 ára keflavíkurmær og er viðskiptafræðingur að mennt útskrifuð frá HR júní 2006.
ég bý núna í breiðholtinu og er að vinna í landsbankanum


[ fólk ]

frúkka
sverrir
þórunn katla
imba
aðallinn
ólý
eva björg
birna ýr
hildur maría
berglind óskars
ragnhildur ósk
steinunn
eva hrund

[ hr ]

finnur
heiðdís
hr-skvísur
laufey
lísa
sigrún helga
sigrún
stella björk
þórdís

[ smáfólk ]

auðunn fannar
helena
katla dimmey
tómas freyr og haraldur daði
tryggvi snær

[ tenglar ]

arthúr
frítt sms
gud.is
hagstofan
kauphöllin
keflavík
landsbankinn
morgunblaðið
seðlabankinn
viðskiptablaðið
víkurfréttir

[ rotterdam ]

herbergið mitt
skólinn
veðrið

[ myndir ]

stelpudjamm 25.05.2007
djamm 04.05.2007
afmælið mitt
útskrift sædísar
föstudagsfyllerí
kosningakvöld

[ gamalt ]

janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008


mailið mitt og msn


templates by rachel

30.9.05

til hamingju með ammælið frúkka!!! :*


nnugni at 14:31

27.9.05

ég gleymdi að segja frá því að ég fór í fyrsta prófið mitt í masternum síðasta föstudag......og hvað haldiði?
stelpan stóðst það :)


nnugni at 17:06


þórunn klukkaði mig þannig að ég tek áskoruninni og segi frá 5 staðreyndum um mig....sem kannski ekki svo margir vita en þó....eftir miklar vangaveltur hef ég ákveðið mig....

1.ég er friends sjúklingur dauðans.....ef það væri til vinna sem fælist í því að horfa aftur og aftur á þessa þætti og ræða um þá.......þá væri það draumajobbið.

2.ég er ógisslega myrkfælin....og ef ég er ein heima í kef....þá get ég stundum ekki sofið heila nótt vegna hræðslu.....ég varð síðast andvaka núna í ágúst.

3.ég er rosalegur hrakfallabálkur....dæmi um það eru 4 ör í andlitinu og vegna
þess að ég slasaðist þegar ég var 13 ára er annar fóturinn minn 1cm styttri en hinn...

4.ég var ekkert voða gáfaður krakki.........og skýr dæmi um það eru td:
að ég hélt að allir ættu 1 ömmu og 1 afa.........þannig að hina ömmuna mína kallaði ég alltaf á með nafni....þangað til foreldrum mínum tókst að koma mér til skilnings um þetta...
ég hélt að forsetinn byggi í listahúsinu sem er rétt hjá álverinu......því það er rautt og hvítt......og var alltaf að gá hvort ég sæi hann þegar við keyrðum til keflavíkur.....

5.ég er ógisslega seinheppin.....mér tekst yfirleitt alltaf að verða mér e-ð til skammar....góð dæmi um það er t.d.:
þegar ég dró með mér stól í matsalnum því taskan mín festist í honum þegar ég labbaði fram hjá...
ég var stödd í íslenska sendiráðinu í london og var að tala við e-n kall og auddað var ég með klósettpappír undir öðrum skónum.....
þegar ég var stödd með skólanum í kb-banka í london þá hafði ég óvart farið öfugt í bolinn minn í flýti og því snéru miðarnir sem eru venjulega inná út og margir sáu það....

ég hef ákveðið að ég ætla að klukka frúkku, sverri og stellu leipzigfara


nnugni at 16:55

26.9.05

25.september

ég vil byrja á því að óska bróður mínum til hamingju með afmælið en hann átti afmæli 22.sept.

í gærkvöldi fórum við á tónleika með trabant....en það er svona europian festival hérna núna þessa dagana.....það var ekkert smá gaman að fara á íslenska tónleika og hitta aðra íslendinga....því þeir eru ekki á hverju strái hér. annað fyndið þegar við vorum tiltölulega nýkomnar þarna.....þá kemur hollensk stelpa til mín og segir “u’re in reykjavík university?” ég svaraði því játandi og hugsaði hvernig í andsk. veit hún það??
þá sagði hún mér að hún hefði verið skiptinemi í skólanum í fyrra og hún kannaðist við mig.....ég mundi nú ekki mikið eftir henni....en rámaði e-ð aðeins í það....þannig að við spjölluðum heilmikið saman bæði um ísland og holland....

þetta voru nú ekkert ógisslega fjölmennir tónleikar......kannski ca 120-150 manns......en eftir þá hélt partýið áfram......og það var mjög góður dj þarna......og svo voru hljómsveitarmeðlimirnir líka með í partýinu......

síðan voru alltaf þessir þjónar á vappinu þarna inni með bakka af skotum.....labbandi á milli að bjóða fólki....og hvernig skot var þetta? auddað íslenskt brennivín!!!

ég verð nú að viðurkenna að ég hafði aldrei smakkað það.......enda ekki spennt fyrir skotum og sterku áfengi....nú jæja það var mikill þrýstingur um að sanna að mar væri sannur íslendingur þannig að ég neyddist til að sturta þessu í mig.....og þvílíkur óbjóður!!!

en svo var ógisslega gaman að seinna um kvöldið voru þjónarnir komnir með harðfisk og íslenskt smjör á bakka og voru að bjóða okkur......og ég get svarið það......ég og laufey ljómuðum allan hringinn.....enda finnst okkur harðfiskur ógisslega góður....og láum við á beit örugglega næstu mínúturnar.....

þegar kvöldið var á enda þá var mín orðin vel steypt í hausnum......enda margir margir bjórar búnir að renna ljúft niður ásamt ca. 4-5 brennivínsskotum...
þannig að minni datt í hug að biðja söngvarann um eiginhandaráritun.......veit ekki afhverju í andsk. því hver nennir að geyma soleiðis rusl? jújú hann vildi endilega gefa mér eiginhandaráritun.....
svo var líka friðrik þór friðriksson í partýinu og ég get svo svarið það......hann var örugglega helmingi fyllri en ég.....ef ekki bara skakkur!!!
nú auddað þurfti ég líka að blaðra við hann....nennti nú ekki mikið að ræða myndirnar hans sem er verið að sýna á þessu festivali....en fékk eiginhandaráritun og svo skrifaði hann líka e-ð annað sem ég veit ekki hvað er......því ég skil ekki krotið hans og svo vildi hann endilega kyssa mig bless......

nú jæja svo var komið að því að labba heim......því klukkan var orðin meira en 4 og metro-inn hættur að ganga.....við vorum ekki með nema ca. 80 cent á okkur og það dugar sko ekki fyrir leigubíl........en við komumst heim á endanum.....ætla nú ekki að fara út í smáatriði hvernig við redduðum okkur heim......en við komumst heilar á húfi ;)


nnugni at 17:58

21.9.05

20.september

ég er að klépra á þessu námskeiði sem ég er í núna.....þvílík vinna fyrir hvern einasta tíma.....auk þess heldur kennarinn að við höfum ekkert annað að gera en að lesa fyrir næsta tíma...

þessi vika til dæmis einkennist af því að við þurfum að lesa ca.3 greinar fyrir hvern tíma og greinarnar eru flestar um 30-40 bls....og ekkert létt efni........og svo í þokkabót....þá þurfum við að taka próf úr þeim á föstudaginn.....til að þau viti hvort við höfum skilið greinarnar og yfir höfuð lesið þær!!! ég er sko í rassgati....

við komumst að því að af þessum 11 línum sem eru í boði í masternum þá völdum við auddað línuna sem mesta vinnan er í.....og það dettur engum í hug að taka þessa línu og business projectið líka....því það er víst bara brjálæði.....

ég er búin að brjóta heilann um það hvernig ég geti komið mér auðveldlega út úr þessu.....en það verða miklar pælingar þar sem að ég þarf alltaf að klára allt sem ég byrja á.

en mér finnst líklegast að ég sleppi einu fagi.....ég hef alveg efni á því þar sem að ég tók aukafag síðasta vor......sem betur fer segi ég nú bara.....
er nú samt að vona að ég geti sleppt 2 fögum hérna......en þetta þarf allt að skoða....einnig með tilliti til útskriftarinnar...

svo er það annar hausverkur.....auddað er búið að breyta bs-verkefninu.....núna er ekki lengur hægt að skrifa ritgerð.......heldur verðuru að vinna að rannsóknarverkefni....annaðhvort e-ð sem þér sjálfum dettur í hug eða að e-u verkefni fyrir ákveðið fyrirtæki....og það eiga að vera 2 og 2 saman...

þetta er semsagt system-ið sem hefur verið uppí thí undanfarin ár. og svo er undirbúningsnámskeið fyrir þetta verkefni núna í október/nóvember.....en nei þeir sem eru úti sem skiptinemar verða bara að gjöra svo vel og missa af því....þau geta ekkert gert fyrir okkur......
og svo eigum við að skila inn fyrir 1.des um hvað verkefnið okkar er.....

síðan veit ég ekkert hvar ég ætla að búa í janúar....því miðað við þetta verkefni þá er líklegast að mar vinni það með e-m sem býr í rvk. og ekki hefur mar þá mikinn tíma í að keyra á milli.......

þannig að já......þrennt sem angrar mig núna:

námskeiðin í skólanum hér
bs-verkefnið
hvar ég á að búa

og enn bólar ekkert á netinu hérna heima hjá okkur....... :(


nnugni at 17:18

15.9.05

14.september

3 erfiðir skóladagar búnir. ég þurfti að skila ritgerð á föstudaginn, hópverkefni í gær og í dag og svo einstaklingsverkefni á morgun. fyrir utan það að mar er í tímum og þarf líka að lesa fyrir næsta tíma......alltof erfitt!!!

það var nú samt soldið skondið.......í gær þegar ég og laufey vorum að labba á milli bygginga þá heyrðum við símhringingu og við könnuðumst við lagið.....það var dánarfregnir með sigurrós.....við litum á hvor aðra og sáum svo hvar þessi gaur svarar í símann en hann var of langt í burtu til þess að við gætum heyrt hvaða mál hann talaði og svo rölti hann eitthvað lengra í burtu....hann var í svartri rendri peysu sem á stóð jamaica.

við vorum alveg að deyja úr forvitni og svo í dag þegar við vorum að labba í t-bygginguna þá sjáum við gaurinn vera að tala í símann aftur og hann labbar framhjá okkur.......og viti menn.....hann talaði íslensku!!!!
laufey gargaði að honum þegar hann labbaði framhjá okkur......”við skiljum þig” og hann sagði “shit, íslendingar!!!” og svo kom hann og talaði við okkur þegar hann var búinn í símanum.

hann heitir kjartan og er á síðasta ári í bs.....búinn að búa þarna síðan 2001 og er meira að segja að kenna 2 kúrsa í skólanum!!! ekkert smá duglegur....við spurðum hann hvort að það væru fleiri íslendingar í skólanum.......en sagði að svo væri ekki.....en minntist á 2 íslenska stráka sem hann hefði oft hitt á skólapöbbnum í fyrra....drekkandi bjór að horfa á fótbolta......ég sagði “ertu að tala um reyni og robba?” og hann svaraði mikið rétt!!! ekkert smá fyndið!

pælið líka í líkunum í 20.000 manna skóla að hitta á líklega eina íslendinginn fyrir utan okkur sjálfar. enda er þetta fyrsti íslendingurinn sem við hittum síðan við komum hingað og þó erum við búnar að vera hérna í næstum 3 vikur.

á morgun er lustrum partý í skólanum........en það er í tilefni af opnun nýju byggingarinnar. kostar bara 5 € og mar fær BBQ og miða upp á 3 áfenga drykki að eigin vali........ekki slæmt það!!!

ég er ekki að komast yfir það hvað prófessorinn í kúrsinum sem ég er í núna.....er mikill asni!!!!
hann niðurlægir fólk í tímum.....og heldur að hann sé yfir alla hafinn......algjör skíthæll.....er alltaf að reyna að vera e-ð fyndinn og hollensku sleikjurnar hlæja að allri vitleysunni sem kemur upp úr honum.......ég brosi ekki einu sinni því hann fer svo mikið í taugarnar á mér....

mamma, algjör dúlla, hringdi í mig í gær til að segja mér að hún hefði sett umslag í póst til mín......með einhverju í.......vildi ekki segja mér hvað það var. og svo sagði hún að hún hefði skrifað svona hálfgert bréf til mín líka.....en!!! hún gleymdi að setja það í umslagið!!!
hún mamma mín er sko algjört æði.....þannig að ég fæ það seinna

en klukkan er 21.50 og það er miðvikudagur sem þýðir aðeins eitt.......happy hour á concordia!!!

þangað til næst.......


nnugni at 13:52

14.9.05

var að setja inn nokkrar myndir.......slóðin er hér


nnugni at 15:39

12.9.05

11.september

föstudagskvöldið var rólegt....var dauðþreytt eftir erfiða viku þannig að ég ákvað bara að vera heima og nýtti tímann í að þvo þvott.....ég veit vúhú!!! skemmtilegt föstudagskvöld.

svo vaknaði ég um 11 leytið á laugardagsmorgninum og ákvað að fara í skólann og fara á netið. laufey var með hópnum sínum í ibp þannig að hún var farin þegar ég vaknaði....ég var bara í rólegheitum mínum að gera mig ready inni hjá mér þegar ég sé eitthvað hvítt kusk á hillunni minni.....ég tók það í burtu því það hálfhékk í loftinu......en þá hafði ég greinilega slitið fyrsta vefinn sem nýja köngulóin í herberginu mínu var að byrja að spinna því allt í einu sé ég þessa ófreskju á hillunni minni......ég gargaði upp yfir mig....og hljóp fram og náði í pöddusuguna (ryksuguna) okkar......þannig að hvíl hún í friði með hinum pöddunum í ryksugupokanum okkar.
í gærkvöldi fórum við svo á concordia með alex og kirsten og svo hittum við henriette, katrine og önnu. fengum okkur nokkra bjóra og röltum svo heim.....en við ákváðum að næstu helgi ætlum við að kíkja á einhvern klúbb og gera alla heimskulegu dansana sem mar kann......ef þið skiljið mig ekki.......þá er það t.d. skófludansinn, bréfberadansinn, smyrja samlokudansinn, kjúklingadansinn, keyra bíl dansinn og fleiri hallærislegir....ef þið munið eftir fleiri svona asnalegum dönsum.....endilega að minnast á þá í kommentakerfinu hér fyrir neðan ?

laufey fór aftur að hitta hópinn sinn í morgun.....og ég vaknaði um hálfellefuleytið út af kirkjubjöllunum þar sem að kirkjan er mjög nálægt okkur. og þar sem að það er mjög margt lokað á sunnudögum.....þar á meðal skólinn, sem þýðir ekkert net á sunnudögum. þá var mín bara heima að chilla.......var hin besta húsmóðir.....þreif allt hátt og lágt, herbergið mitt og laufeyjar og eldhúsið.....og svo þvoði ég eina vél og svo sauð ég egg og bjó til eggjasalat.......hver vill ekki búa með mér?? ;)

plan kvöldsins er líklegast concordia....því í kvöld er eins og allir skiptinemarnir vita happy hour......það er alltaf happy hour á miðviku- og sunnudagskvöldum......þá fjölmennum við skiptinemarnir og gerum okkur gott kvöld ?

framundan er eflaust erfið vika í skólanum þar sem að tafla mín fyrir þessa viku hljómar upp á skóla mán-fös frá 9-17......úff!!!

þangað til næst.......hafið það gott dúllurnar mínar og ég sakna ykkar....kiss kiss og knús frá rotterdam....


nnugni at 13:07

9.9.05

8.september

í morgun fór hópurinn minn á fund hjá accenture í amsterdam. ég þurfti að vakna eldsnemma og labba í skólann til að taka tramið niður á lestarstöð og svo taka lest til amsterdam og svo að fara í annað tram þar. í amsterdam vorum við á fundi með fyrirtækinu í hátt í 2 tíma.
þetta er ekkert smá verkefni sem við þurfum að gera fyrir þau og þau borga allan kostnað....við þurfum að fara til amsterdam og vinna að verkefninu í höfuðstöðvunum þeirra allavega aðra hverja viku. þannig að það mun fara mikill tími í að fara alltaf á milli en sem betur fer þá munu þau borga kostnaðinn þannig að við þurfum ekki að borga fyrir allan þann ferðakostnað sem mun myndast af því að ferðast á milli.
einnig munu þau borga fyrir öll símtöl sem við þurfum að hringja því við munum þurfa að hringja mikið af erlendum símtölum í sambandi við rannsóknir okkar.
og ef ég væri með internetið heima þá myndu þau borga eflaust mikinn hluta af því......því hjá svona stóru fyrirtæki er þetta bara smápeningur. ætli þau muni ekki líka borga matarkostnaðinn okkar þegar við þurfum að vera að vinna í amsterdam.....þannig að það er þægilegt.
en ég mun missa mikið úr skólanum því ég þarf yfirleitt að mæta í einhverja tíma á hverjum degi.....þannig að það verður mikið að missa úr heilan dag aðra hverja eða jafnvel hverja viku. því þau vilja að við komum til amsterdam um 8-9 leytið og séum þar þar til vinnudagurinn er búinn eða til sirka 17-18.....

en svo á leiðinni heim þá tókum við tramið til baka og svo lestina og ég ætlaði að fara að taka tramið svo heim þegar ég kom til rotterdam. en ferry sem er einn af hollensku buddy-unum sagði að það væri fljótlegra fyrir mig að fara með honum í metro-ið.....þannig að ég gerði það. og tók enga stund og síðan væri ca. 10 mín gangur frá metro stöðinni og heim......nema ég hef ekki ferðast mikið með metro-inu þannig að ég kann ekki ennþá mikið á það....og svo fór ég úr metro-inu en ferry hélt áfram með því heim til sín. þegar ég kom úr metro-inu þá kom ég upp á einhverju torgi og ég snéri mér í nokkra hringi.....því ég kannaðist ekkert við mig....því ég hafði ekki verið í þessu hverfi áður. sem sagt ég var lost in rotterdam.....ég ætlaði að reyna að vera voða klár og labba í áttina sem ég hélt að væri heim til mín.....en sem betur fer spurði ég til vegar því annars hefði ég labbað alveg í öfuga átt.....þannig að ég labbaði í áttina sem manneskjan sagði mér að fara í......og svo eftir ca. 5 mín gang þá sá ég, mér til mikillar hamingju í kirkjuturninn sem er rétt hjá húsinu mínu þannig að ég komst heim.

ég þarf að skila fyrsta verkefninu á morgun en það er í námskeiðinu skills trajectories.....og við eigum að skila ritgerð um ritstuld!!!! hmmm hljómar soldið kunnuglega ;)
þannig að núna sit ég hérna við eldhúsborðið að reyna að snúa íslenskum texta yfir á ensku og það er sko alls ekkert auðvelt....þar sem að orðaforði minn er ekki alveg svona mikill á fræðilegu nótunum.

er ein heima sem stendur þar sem að laufey fór á fund með sínu fyrirtæki líka í dag...einhversstaðar í arhmest að mig minnir og hún er ekki enn komin heim.

í dag er búið að vera 27 stiga hiti og ég er að kafna eins og venjulega. því ég þurfti náttlega að vera business klædd þegar ég fór til fyrirtækisins....þannig að mín var í svörtum buxum og svörtum jakka og svo bol innan undir.

á fundinum þá þurftum við að kynna okkur fyrir þessum 4 contactaðilum frá fyrirtækinu og segja frá okkur. þannig að ég bablaði eitthvað um nafnið mitt og hvaðan ég kæmi og ég væri á lokaárinu mínu í háskólanum í reykjavík og að ég hefði unnið að verkefni fyrir stærstu tímaritaútgáfuna á íslandi síðasta vor og þar hefðum við meðal annars þurft að gera markaðsrannsóknir og þess háttar. þau vorum mjög hrifin af því.....þannig að ég er sátt....en ég held að það sé best að halda áfram með þessa ritgerð því hún skrifar sig nú ekki sjálf á meðan ég sit hérna og blogga....


nnugni at 15:28

6.9.05

jæja loksins hafðist það að tengja tölvuna mína á þráðlausa netið í skólanum.......hef ekki vitað aðra eins vitleysu....ekkert smá flókið....og hjálpardeildin hér er ekki eins góð og deildin heima...

þannig að núna sit ég hérna í skólanum og er að njóta þess að hafa aftur íslenskt lyklaborð :)

auk þess er ég líka að afla mér upplýsinga um accenture en ég er að fara að gera verkefni fyrir þá..en þetta er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármálaráðgjöf....er að fara á fund með þeim í amsterdam á fimmtudaginn...þannig að þetta er allt voða spennandi.
hópurinn minn þarf líklegast að ferðast eitthvað um evrópu því við þurfum að skoða aðra markaði í evrópu í sambandi við verkefnislýsinguna....en ég ætla ekki að tala um hvers konar verkefni þetta er...hérna.
og fyrirtækið borgar ferðakostnað :)

annars er voða skrýtið að vera komin í svona risaskóla hérna úti....og það er bannað að vera með fartölvu á fyrirlestrum.....þannig að þá er það bara gamli penninn og gamla stílabókin.....ógisslega asnalegt að mar megi ekki hafa fartölvu...

annars þurfti ég að fara í annað ferðalag í gær í sambandi við skólann....ég, Laufey og danska stelpan Henriette erum einu skiptinemarnir í þessum kúrs...rest eru hollendingar. og mar þurfti að koma sér sjálfur á áfangastað.....við vorum bara með nafn á áfangastað á traininu og e-ð soleiðis.....okkur var aldrei sagt að við værum að fara til berlín !!!

þannig að við byrjuðum á því að fara með traminu niður á lestarstöð...þaðan tókum við trainið til breda....og svo fórum við þaðan með rútu í hálftíma og svo vorum við sóttar á rútustöðina af einum kennaranum....massa ferðalag!

þannig að já nú er ég búin að koma til berlín!!

læt þetta nægja að sinni....vonandi get ég bloggað meira núna þegar ég er búin að koma tölvunni minni í lag...

og já ef einhver vill sjá hvernig herbergið mitt lítur út hérna í rotterdam þá setti ég inn myndir hér..


nnugni at 19:48

3.9.05

takk aedislega fyrir allar kvedjurnar :)

her fyrir nedan eru 2 nyjar faerslur...


nnugni at 16:03


jaeja ta erum vid bunar ad vera her i nokkra daga og tad er buid ad vera ogisslega heitt....enda soldid brunnar. ekki skrytid tar sem tad var 30 stiga hiti a midvikudaginn.

en ja auddad tokst snillingnum mer ad laesa mig uti ur herberginu minu a 2 deginum okkar her. en tad var ekki mer ad kenna....i alvoru!!!
glugginn var opinn tannig ad tad kom tessi gegnumtrekkur og vid satum bara i roleg heitum i eldhusinu ad borda tegar...bamm!! hurdin lokadist....og eg turfti ad lata opna fyrir mig og tad kostar 5€ ógisslega asnalegt..

vid elskum simon the handyman sem ser um bygginguna okkar....tvi hann er buinn ad vera svo aedislegur ad redda ymsum hlutum herna tar sem vid buum :)

a tridjudaginn forum vid svo i skolann tvi ta var kynningardagur fyrir skiptinemana...og shit mar hvad tetta er stor skoli og tad er fullt af motuneytum allsstadar og alls ekki dyrt ad borda tar. tetta kvold var welcome dinner fyrir okkur og tar fengum vid agaetis mat og hvitvin tannig ad tad var fint og ad hitta hina skiptinemana og spjalla vid ta...enda eru um 60 skiptinemar og tad er sko bara i vidskiptadeildinni!!!

midvikudagsmorgun var lagt af stad i 3 daga ferdalag.....tad var um 2 tima rutuferd tangad sem vid forum. en dagskrain var adeins of tett og vid erum bunar ad komast ad tvi ad hollendingar borda ogisslega mikid af braudi. adeins of mikid fyrir okkar smekk!
tetta kvold sau buddy-arnir um dagskrana og tad var hin besta skemmtun.

sidan turftum vid ad vakna alltof snemma a fimmtudagsmorgninum eda um 8 leytid ef mar aetladi ad na morgunmatnum. tennan dag forum vid a hjolum og hjoludum um 7 km leid a einhvern bugard tar sem vid leystum verkefni og hopurinn minn var auddad fyrstur til ad leysa tad rett.... :)
svo var farid med okkur i einhverri kerru langt i burtu og tar fengum vid ad spila baendagolf....jebb mikid rett baendagolf.
en ta er mar med kylfu nema i stadinn fyrir hausinn a henni er svona skor svona klossar eins og hollendingar gengu i...og svo ertu med risabolta sem tu notar i stad golfkulu...tetta var mjog serstakt en aftur a moti lika mjog skemmtilegt.

tetta kvold attu skiptinemarnir ad sja um dagskrana og hvert land atti ad undirbua skemmtiatridi. flest oll londin voru ekki med neitt undirbuid en tetta var ogisslega skemmtilegt og mjog fjolbreytt dagskra. okkar atridi var bara stutt, hnitmidad og fyndid.
svo vid byrjum nu a byrjuninni ta var fyrsta atridid fra "skandinavisku" londunum en tad voru oll nordurlondin nema island...tau budu okkur ekki ad vera med....en kynntu sig sem skandinavisku londin. en tau akvadu ad vera saman tvi tau hofdu svo litid ad segja um sin lond....en tetta voru svitjod, noregur, danmork og finnland. fint skemmtiatridi fra teim...en vid vorum nu samt soldi bitrar ad tau budu okkur ekki ad vera med.
okkar atridi var sidasta atridi fyrir hle...sem var mjog fint. eg byrjadi a tvi ad kynna mig og laufey og segja ad vid komum fra islandi....svo taladi eg um hvadan vid kaemum fra islandi og sagdi fra hofudborginni og hvar flugvollurinn vaeri. svo taladi eg um hve margir bua a islandi og ad bjork vaeri liklegast mest fraegust...svo endadi eg a tvi ad segja ad vid buum ekki i snjohusum...fyndid ad eg var samt ekkert stressud ad standa uppi a svidinu og tala a ensku fyrir framan allt tetta folk...enda buin ad fa mer i adra tana ;)
svo tok laufey vid og hun sa um fyndnu hlidina...en hun byrjadi a tvi ad segja ad vid erum lika hluti af skandinaviu en hil londin gleyma okkur oft...allir hlogu ad tvi...og hin londin litu ut fyrir ad vera soldid heimsk enda alltaf ad tala um sig sem skandinavisku londin...svo sagdi hun 2 brandara um island.....annar var um vedrid og hinn var um ad lifa af ef tu tynist i islenskum skogi og svo ad lokum ta kenndi hun folkinu ad leita i islenskri simaskra ef tad myndi koma til islands i framtidinni....ta kalladi ferry sem er buddy-inn hennar laufeyjar ad hun aetti ad stafa eftirnafnid sitt....og hun gerdi tad...einn staf i einu og hopurinn endurtok stafinn....og tad var ogisslega fyndid tvi hun er tordardottir og ollum fannst voda gaman...tannig ad vid vorum mjog anaegdar med kynninguna okkar.

svo var bara massafylleri....international office baud meira ad segja ollum frian umgang a barnum...svo var farid seint ad sofa og aftur vaknad snemma og svo forum vid heim eftir hadegi..


nnugni at 16:02


laugardagur 27.agust

ferdalagid hofst upp i flugstod tar sem rotterdamfararnir hittust "hressir" a barnum. eftir mjog svo leidinlega flugferd tar sem ad tad var gjorsamlega ekkert ahugavert i sjonvarpinu var loks lent i amsterdam. eg var nattlega eins og sonn stelpa med 2 risa toskur og tad var sko ekkert grin ad rogast med taer i gegnum flugstodina og upp og nidur troppur til tess ad taka lestina til rotterdam....en tad hafdist.
tegar vid komum til rotterdam bidum vid i smatima eftir ad buddy-arnir okkar birtust til ad saekja okkur. nu ja svo komu teir a tessum finu "koggum" og keyrdu okkur tangad sem vid buum.

en ja vid buum semsagt a studentagordum tar sem eru 3 saman a haed og deila saman eldhusi og badherbergi. dises kraest hvad tad er mikid af troppum sem vid turfum ad labba til ad komast a okkar haed....vid verdum komnar med tennan fina rass og massa laervodva tegar vid komum til baka ;)

herbergin eru fin ad staerd....inni hja mer er risaskrifbord, stor hilla, rum, nattbord, haegindastoll, hornbord, golflampi, 2ja saeta sofi og fataskapur....samt eru engar hillur i honum....ekkert sma faranlegt...tannig ad hillusamstaedan faer ad geyma hluta af fotunum minum. auk tess eru 3 gluggar a herberginu :)

vid erum bunar ad koma okkur agaetlega fyrir i herbergjunum og byst eg vid ad taka myndir af tvi fljotlega til ad setja a netid svo tid turfid ekki ad imynda ykkur tetta....

reyndar var eldhusid ogedslegt tegar vid komum og vid turftum ad byrja a tvi ad trifa tad hatt og lagt og allt sem er i tvi adur en tad taldist vistvaent.

tad er ekki internettenging heima hja mer i augnablikinu sem er omurlegt.....en vonandi getum vid reddad tvi...

sidan var komid ad tvi ad versla eitthvad.....enda badar ordnar glorhungradar og hofdum bara bordad eina ommelettu i flugvelinni a leidinni. einhver strakur her sagdi okkur ad labba tangad og tangad og tar myndum vid finna supermarkad og tad taeki sona 10 min ad labba tangad....en auddad tokst okkur ad kludra tvi og endudum i risagongutur sem tok um 45 min....en a endanum fundum vid supermarkad og gatum tvi verslad eitt og annad...og auddad var allt a hollensku og vid ad reyna ad finna venjulegan ost og smjor og tess hattar....en tetta laerist vonandi fljott :)

vid erum ekki bunar ad laera mikid i hollensku enda bara bunar ad vera her i einn dag.....en get to deilt tvi med ykkur hvernig mar segir skal(t.d. ad skala i bjor) a hollensku....en tad hljomar alveg eins og brjost a islensku...vid hlogum eins og vitleysingar tegar vid komumst ad tvi og munum tvi nota hvert taekifaeri til tess ad segja brjost a medan dvol okkar stendur her ;)


nnugni at 15:40