31.12.04
ég var að skoða gamalt drasl í geymslunni hjá m & p....og fann öll jólakortin mín síðan í grunnskóla.
sko í kef þá var það þannig að mar bjó alltaf til jólakort í skólanum og sendi innan hans...og ég fann öll kortin mín frá 4 upp í 10.bekk....og sum eru sko náttlega
bara fyndin!
gaman að skoða "hæfileika" margra í að búa til kort og að sjá kortin frá strákunum sem mar var skotin í...myndi nú samt alveg vilja sjá kortin sem ég bjó til...því ég er sko alls
ekki handlagin...hef aldrei verið og verð líklegast aldrei!
en núna er síðasti dagur ársins runninn upp....alltaf jafn skrýtið að þurfa að venjast því að skrifa nýtt ártal..
ætli ég vinni ekki í yfirliti ársins og birti það á morgun...eða kannski ætti ég bara að gera sona völvuspá?
nnugni at
03:12
29.12.04
það er ekkert smávegis misjafnt um hvað bloggin snúast hjá fólki....sumir tala um allt milli himins og jarðar, sumir tala bara um skólann, eða pólítík, eða ástarlífið sitt!!
spáið samt hvað það hlýtur að vera ömurlegur gaur/gella sem er alltaf að tala um hvað hann/hún hafi verið að hösla um helgina....ég meina það er fyndið að lesa þessi blogg...en ég myndi nú bara vilja halda þessum upplýsingum fyrir mig...ég meina ætli egóið sé sona mikið hjá þessu fólki?
nnugni at
17:15
já þetta sálarball!!! get nú ekki sagt að ég hafi beint verið hrifin af því hvað þeir spiluðu mikið af nýju rólegu lögunum...uss! en þetta var já fínasta fyllerí...hitti helling af skemmtilegu fólki.
ekkert smá skrýtið að vera komin með 42 ein...í háskóla. annars er lítið að gera þessa dagana, annað en að læra...
er að fara í matarboð til þórunnar og jóns ragnars á eftir, eða sko reyndar verða það pörin og nnugni í matarboðinu..
svo er það bara stóra spurningin, hvað á mar að gera um áramótin?
nnugni at
16:53
28.12.04

skellti inn nokkrum myndum síðan á sálarballinu á sunnudaginn....á meðan þið skoðið þær ætla ég að halda áfram að læra....texti kemur síðar..
nnugni at
17:16
26.12.04
hvað er málið með öll þessi fjölskyldumatarboð um jólin?
fór í eitt til ömmu í kvöld og svo á morgun koma ættingjar til okkar...en sem betur fer er ball í stapanum á morgun...þannig að mar verður vonandi búin að klæða sig snemma...og þá er það bara góði maturinn...og svo byrjar mar bara á bjórnum heima áður en mar skellir sér í partý...það er ekki skortur á þeim, þar sem að það er búið að bjóða manni í 2...en já drykkja á morgun :)
nnugni at
00:23
24.12.04
allt að verða tilbúið fyrir jólin :) bráðum nær spenningurinn hámarki!!! er búin að gera allt sem ég þarf að gera (held ég) nema að fara í bað.
við erum samt alltaf jafn snemma í því að skreyta tréð og soleiðis...vorum sko að gera það áðan.....hehehe...og svo eru pabbi og sverrir í rvk. núna að fara með pakka og sækja pakka.
en núna ætla ég bara að njóta það sem eftir er dagsins og ég vona að þið gerið það líka :)
að lokum langar mig að
óska ykkur gleðilegra jóla!!!
nnugni at
16:07
23.12.04
þar kom það! jólastressið...úff!! klukkan að verða hálfþrjú...ég á eftir að kaupa 2 gjafir og pakka öllum pökkunum inn...svo á ég eftir að pakka niður draslinu sem ég tek með mér til kef..semsagt fötum (alveg gommu af þeim) og skólabókum :(
og í þokkabót er ég að fara að vinna á morgun...
en já ég hef oft verið að velta fyrir mér (örugglega eins og margir aðrir), akkuru það er sona einmanalegt að vera á lausu um jólin (núna hugsiði oooo og hallið hausnum, sona vorkunn ;)) en svo kom hún sædís með skýringuna...hér kemur hún..það eru þessi andsk. jólalög...þau fjalla um ekkert annað en ástina....
"saman um jólin"
"þú og ég"
"sendi ég henni ástinni minni"
"þú komst með jólin til mín"
"hönd í hönd leiddust kát og rjóð"
þannig að ef mar hættir bara að hlusta á öll þessi "sorglegu" ;) jólalög...þá er þetta bara fínt :)
nnugni at
02:23
21.12.04
vá hvað sumt er fáranlegt!!!
ég og sædís vorum að leita að vinnu í haust með skólanum...okkur datt í hug að það væri nú sniðugt að sækja um hjá
securitas....já já ok...við sóttum um, skrifuðum semsagt umsókn í
lok ágúst svo núna í byrjun desember fæ ég þetta meil:
"fyrir hönd securitas vil ég þakka þér fyrir að hafa sótt um starf hjá okkur. við höfum nú ráðið í þær stöður sem voru lausar og varst þú því miður ekki meðal þeirra."
talandi um að vera lengi að svara fólki þegar það sækir um vinnu!!! ég var meira að segja búin að steingleyma að ég hefði sótt um vinnu þarna!!!
nnugni at
01:53
20.12.04
ég er búin að finna tvífara minn!!
var að fletta í gegnum faxa blaðið sem kom í gegnum lúguna í kvöld og þá var bara risa mynd af e-i stelpu...og ég get svarið það, þegar ég leit hratt á þetta þá hélt ég að það væri mynd af mér þarna....
mundi reyndar ekki h-r hefði verið tekin mynd af mér....skoðaði svo betur og sá að þetta var bara e-r stelpa sem er alveg nauðalík mér...ekkert smá krípí!!!
nnugni at
00:09
17.12.04
ohhh.....þoli ekki þegar textinn dettur út!!!!
nnugni at
23:13
16.12.04
já það gengur sona upp og niður í nýju vinnunni....var t.d. að kynna kjörís í einni 11-11 búðinni í gær.....og það gekk bara voða voða vel...þangað til umbinn frá kjörís kom...ehemm...þá var mín bara að kynna e-n allt annan ís...æ æ!!!
hehe...leit út eins og versti fáviti þegar hann sagði mér að ég ætti ekki að kynna þennan ís....úpps!!!!
nnugni at
01:20
15.12.04
já nóg að gera þessa dagana...var að fá vinnuplanið og það er sko bara að vinna á hverjum degi fram að jólum :/
en góðu fréttirnar eru þær að ég kláraði að skrifa jólakortin í gær :)
en já mar bíður bara spenntur eftir einkunnum...þessar 5 vikur eru of góðar til að vera sannar..
rakst á eitt fyndið á annarri síðu...
hvers vegna hrjóta karlmenn þegar þeir liggja á bakinu?
svar: pungurinn fellur yfir rassgatið og stöðvar gegnumtrekkinn
nnugni at
02:54
13.12.04
ohh ég er svo löt!!!
ég fór í smárann í dag með laufey að versla jólagjafir....og arkaði þarna um í 4 fokkings tíma!!! ég keypti eina gjöf!! já eina!...lélegt..ég á bara svo ógisslega erfitt með að velja gjafir...
það þarf e-r að gefa mér dugnaðarpillur...ég á eftir að gera svo mikið fyrir jól...eins og að versla allar hinar gjafirnar sem ég ætlaði að kaupa í dag, skrifa öll jólakortin, þrífa hjá mér og að fara í ræktina á hverjum degi og að blogga....hef verið ofsa löt í því....uss!
nnugni at
22:12
10.12.04
ég er svo dugleg, ég bakaði súkkulaðibitasmákökur í dag :) að vísu með tilbúnu deigi frá jóa fel...en uss ekki segja frá ;)
nnugni at
00:10
8.12.04
já þetta leiðinda jobb hjá póstinum....uss!!! ekki lítið hvað þetta fer illa með bakið mitt...en ég verðlegg bakið mitt aðeins meira heldur en í e-a sona þrælavinnu með skítakaup á tímann...
þannig að ég hringdi um 9 leytið í morgun og sagði að ég ætlaði að hætta :)
og svo fór ég bara að leyta að vinnu....og viti menn var komin með vinnu í hádeginu :)
jebb..fékk vinnu hjá fagkynningu og fór að vísu í bara 2 tíma í dag...og þetta er sko bara mjög skemmtileg vinna....allavega samanborið við hitt..
þannig að ég er bara mjög sátt við daginn...
nnugni at
20:44
kíkið á bloggið hans
sverris....og lesið póstinn 7.des úr lögregludagbókinni..
nnugni at
01:19
7.12.04
i´m back!!!!
jebb og hressari en áður...þar sem prófin eru búin :)
held samt að ég nái ekki síðasta prófinu sem ég var í á laugardaginn...þrátt fyrir að hafa vakað alla nóttina! en ég er sko hörkutól...það var haldið á kringlukránna eftir prófið kl.13 á laugardaginn...þannig að mín var sko búin að vera vakandi í 28 tíma þegar ég loksins fékk langþráðan svefn! en ég gat ekki sofið lengi...svaf í um 3 tíma og svo þurfti mar að fara að hafa sig til og mæta í partýið hjá stefaníu áður en haldið var á gaukinn!...eftir gaukinn fórum við á hressó...og úthaldið sem stelpan hefur...þið getið sko verið stolt...að lokum labbaði ég heim með beggu, gunna og
heiðdísi..og ég kom heim um hálfsjö...þetta kallar mar sko djamm!!!
ég "týndi" símanum mínum á laugardaginn....en hafði í raun bara gleymt honum heima hjá stefaníu...sem betur fer...hef ekki efni á síma í augnablikinu sem fátækur námsmaður.
en já á sunnudaginn fór ég svo í 1.árs ammæli hjá helenu krúttíkrútt!! :) var sem betur fer ekki þunn....enda búin að lofa hildigunni að ég ætlaði ekki að vera þunn..
og svo í dag þá byrjaði ég í vinnunni...díses kræst...boring jobb!!! og það er sko bara 1 dagur búinn...en vonandi að sona vinna gefi manni spark í rassinn...svo mar klári að mennta sig..og fái almennileg laun!
og já...það er sko lúxus að vera í jólafríi..því það var djamm hjá viðskiptadeildinni í kvöld...og mín kíkti eftir vinnu....og fékk sér nokkra kalda...þetta er sko lífið!!!
en þið hin sem eruð enn í prófum...gangi ykkur vel...og já! þið megið öfunda mig að vera búin....;)
nnugni at
02:12
2.12.04
afsakið bloggleysið undanfarið en líf mitt undanfarna sólarhringa hefur snúist um að læra og sofa....
ég bað sverri að vekja mig í morgun og sökum lítils svefns undanfarið þá var mín gjörsamlega rugluð þegar síminn hringdi kl.8 í morgun...
samtalið var e-n veginn svona:
"ring ring"
ég: "halló?" (eftir að ég áttaði mig á því að þessi óhljóð komu frá símanum)
sverrir: "hæ, ertu vöknuð?"
ég: "piff.....já!" (síðan kom löng þögn....ég var að reyna að hugsa akkuru hann væri að vekja mig....og hvaða dagur væri..en gat engan veginn áttað mig á því)
ég: "hvaða dagur er í dag?"
sverrir: "fimmtudagur"
ég: "ókey" (og svo skellti ég bara á hann)
en já það er bara eitt próf eftir....þannig að ég verð opinberlega búin í prófum á laugardaginn kl.13!!!!!
skóleikurinn er kominn í jólafrí....en uppástungur um nýja leiki er vel þegnar...
fékk eina um daginn...og það var að taka mynd af hallærislegu hjólunum sem eru fyrir utan heima....en það væri nú kannski allt of létt....þar sem að það eru bara útlendingar á hallærislegum hjólum!!!
ég kvíði geggjað prófinu á laugardaginn....þetta er svo erfitt fag...en ég ætla að leyfa ykkur að fá smá innsýn í það sem ég þarf að lesa fyrir laugardaginn....
ákvæði laga um ársreikninga
35.gr. móðurfélag skal færa eignarhlut sinn í dótturfélagi til eignar samkvæmt hlutdeildaraðferð í samræmi við hlutdeild sína í eigin fé dótturfélagsins. þó er heimilt að styðjast við kostnaðarverð þegar heimilt er að halda dótturfélögum utan samstæðureiknings, sbr. ákvæði 53.gr.c. mismunur á upphaflegu kaupverði eignarhlutans annars vegar og hlutdeildar í eigin fé dótturfélagsins á kaupdegi hins vegar skal enn fremur hafa áhrif á bókfært verð fjárfestingar í dótturfélaginu...
jakk!!!!
nnugni at
17:53