28.8.05
komnar til rotterdam....
hér verdur stiklad á stóru tar sem tíminn er naumur í tessari tolvu..
er á einhverju ógisslega neteitthvad hérna....tetta er allavega ekki netkaffi....enda sunnudagur og erfitt ad finna e-d hér tar sem vid rotum ekki neitt....
er komin med ferdasogu en hun er í tolvunni minni....tannig ad ég set hana inn tegar ég get tengt tolvuna mína einhvern tíma seinna...
tad er alveg steik hérna...erum búnar ad vera ad kafna úr hita....
búnar ad koma okkur fyrir í herbergjunum.....
ekkert net heima hjá okkur....reynum ad redda tví á morgun....
nnugni at
14:15
26.8.05
ég trúi ekki að ég sé að fara í fyrramálið...þetta er bara búið að líða svo rosalega hratt...
síðasti vinnudagurinn var í gærkvöldi....mín vegna vona ég að ég fái almennilega vinnu næsta sumar...því ekki ætla ég að vera enn eitt sumarið þarna....soldið skammarlegt ef mar væri útskrifaður viðskiptafræðingur enn að vinna sem gjaldkeri!!!
anyway allt á fullu hérna heima við að klára að pakka....buddy-inn minn hringdi nú samt í mig í morgun og sagði mér að það væri vesen með herbergið mitt...þau vissu ekki að ég ætlaði að koma á morgun....heimska fólk!!!
en það er allt komið í gúddí núna því ég er með svo frábæran buddy :)
en ætla að koma mér út núna að redda því síðasta.....svona eins og kannski nokkrum evrum og þess háttar.....
en já....brottför: kef 7.30 (fyrramálið)
næsta blogg verður örugglega ekki fyrr en í hollandi....þannig að ég kveð frón að sinni...
nnugni at
14:04
25.8.05
skrapp í rvk. í dag með pabba að kveðja ömmurnar...þær eru svo fyndnar þessar elskur!
fékk sömu ræðuna á báðum stöðum...passaðu þig á blablabla...svo hætti ég að hlusta...
og auddað kom mar pakksödd til baka...báðar með kökur og kaffi...úff!
næstsíðasta kvöldið mitt hérna í bankanum....
það gengur annars bara vel að pakka....þó ég sé nokkuð viss um að ég sé að gleyma e-u ýkt mikilvægu...og ég mun fatta það um leið og flugvélin fer í loftið.....en eins og venjulega....það reddast!!!
stefnir allt í smá hitting á föstudagskvöldið með stelpunum....mar þarf að knúsa vinina bless :)
nnugni at
00:41
23.8.05
stelpan fékk "mitt kort" í dag....massaflott mynd ;)
en annars var ég að líta á veðurspána fyrir næsta laugardag í hollandi og það er spáð 18 gráðum og léttskýjað....þannig að þetta lítur mjög vel út :)
nnugni at
19:53
einar lenti í skondnu atviki í dag.....sko málið var það að við skruppum í rvk. í morgun til að fjárfesta í einu stykki fartölvubakpoka handa mér....nú já við lukum erindum okkar í rvk. og héldum heim í hádeginu því ég átti að mæta í vinnu kl.13.
við vorum að keyra í gegnum hfj. í átt að kef...og vorum nýkomnar fram hjá kfc. þannig að við nálgumst óðfluga nýja hringtorgið þarna á gatnamótunum...við vorum bara í gúddí fíling að spjalla en allt í einu þá komum við ekki upp einu orði!!!
okkur var starsýnt á lítinn nissan micra (sona ekta gamlingjabíll).....jú jú ekkert skrýtið að sjá nissan micra....heldur það sem kom okkur í opna skjöldu var að hann var að koma á móti okkur!!!!
jebb....rétt lesið bíllinn hafði farið öfugu megin út úr hringtorginu og stefndi að okkur....og auddað var gömul kjelling við stýrið!!!
frúkka reyndi að segja henni að snúa við með handabendingum.....en sú gamla vinkaði bara hálfpartinn á móti....ekki vitum við hvort hún snéri við...en við getum hlegið endalaust að þessu!
enn eitt dæmið um að gamalt fólk á ekki að keyra!!!!
nnugni at
02:13
21.8.05
ég hlakka ýmist til eða ekki þessa dagana....ég hringdi í buddy-inn minn í hollandi á fimmtudaginn og hann var svo geggjað jákvæður og skemmtilegur að ég bara varð geggjað spennt...og langaði bara helst að fara strax....en aftur á móti var ég svo að hjálpa til á nýnemadeginum í
hr á föstudaginn og fór svo í útileguna....og þá komst mar aftur inní háskóladjammið og stemminguna fyrir að vera í þessum frábæra skóla...og þá varð ég leið yfir því að vera að fara og þurfa að missa af heillri önn með þessu fólki...
ferðataskan er komin upp og mútta er alltaf að spyrja hvort ég ætli að hafa hitt eða þetta með og það þarf allt að vera hreint helst bara í gær....ætli ég verði ekki bara að vera nakin í vinnunni síðasta daginn því það verður búið að pakka öllu :p
og þá eru kúnnarnir sko að fá miklu meira en þeir borga fyrir ;)
var að vinna til að verða hálfþrjú í nótt...einar ákvað að skella sér á lífið í keflavík og paddy's varð fyrir valinu. halli valli og smári voru að spila og þvílík snilld sem þessir gaurar eru...þeir eru æði!!!
hitti gústa frænda og nýju skvísuna hans...ég ætlaði nú að skella mér á einn bjór en þegar allt kom til alls þá ákvað ég bara að fá mér pepsí og það diet :p
en einarinn reddaði þessu fyrir okkur með því að fá sér 2 bjóra í stað eins...
nnugni at
18:37
20.8.05
svona þjófavörn vil ég.....og
þetta er ógisslega fyndið!!!
nnugni at
23:39
þegar ég var í sturtu áðan þá var ég svo utan við mig að ég mundi ekki hvort ég var búin að nota hárnæringuna eða ekki....reyndi að átta mig á því....en allt kom fyrir ekki...ég mundi það ekki..
er þetta heilbrigt ??
nnugni at
19:31
18.8.05
er hérna á síðustu næturvaktinni minni á elló....og hef gjörsamlega ekkert að gera!
allir bara sofandi sem er náttlega bara besta mál...en það er ekkert í sjónvarpinu...ekki einu sinni almennileg mynd á bíórásinni... :(
síðustu vikuna er ég búin að reyna að ná sambandi við þetta lið sem sér um húsnæðið mitt úti...því þannig er mál með vexti að ég kem á laugardegi en það er ekki hægt að fá lykilinn afhentan á laugardegi...bara á mán-fös...og ég þarf að láta það vita með viku fyrirvara ef e-r ætlar að sækja lykilinn fyrir mig og er þokkalega að falla á tíma með það....þar sem þau svara ekki meilunum mínum og ég fæ alltaf bara e-a helv. símsvara þegar ég hringi í þetta númer sem þau gáfu upp.....
....ætli það endi ekki með því að ég verði á götunni þegar ég kem :p
ef þið þurfið að ná í mig þá verð ég bara í rauða hverfinu í amsterdam fram á mánudag....eins gott að græða á þessu ef ég á að vera á götunni ;)
over and out
nnugni at
02:36
15.8.05
nú er ég búin að vera löt að blogga...
enn ein helgin að baki sem þýðir að ég á bara eftir eina helgi á íslandi í viðbót og svo er ég farin...
verð nú að viðurkenna að ég er orðin mjög spennt en jafnframt líka kvíðin...en þetta verður heljarinnar ævintýri..
á aðeins eftir 1 næturvakt á elló sem er mjög gott....en alveg heilar 9 vaktir hérna í bankanum
svo er nýnemadagurinn í skólanum á föstudaginn...mar verður þar að hjálpa til enda er það alltílæ enda skemmtilegur dagur og svo náttlega útilegan um kvöldið....sem þýðir aðeins eitt.....bjór!!!
en vélin var að lenda so i have to stop now....more l8r!!!
nnugni at
21:01
9.8.05
akkuru þarf fólk alltaf að tala við mig þegar ég er sofandi??
ég var á næturvakt í nótt semsagt 0.00-8.00 og ég fékk varla svefnfrið í morgun....þegar ég loksins fór á fætur þá var ég búin að fá 2 sms og 4 missed call allt einhver númer sem ég þekkti ekki....og svo hafði ég svarað einu símtali...en man ekkert hvað var verið að tala um við mig í því :|
þórunn vinkona á ammæli í dag....til hamingju með daginn esska!!!
nnugni at
15:40
8.8.05
eins og ég hef oft áður sagt þá var ég nú ekkert voðalega gáfað barn....
ég man t.d. röddin (bjöggi halldórs) á stöð 2 til að kynna hvað væri næst á dagskrá....ég hélt alltaf að þessi maður þyrfti alltaf að vera þarna til að tala á milli þátta og bíómynda og segja hvað kæmi næst....ég vorkenndi honum!
nnugni at
19:29
jæja þá held ég að ég sé hætt að naga neglurnar.....lofa samt engu :p
þær eru nú ekkert voðalega langar en það er strax orðið óþægilegt að pikka á lyklaborðið...þær flækjast bara fyrir!!
ástæðan fyrir því að ég er hætt að naga....er að það er ógisslegt, óaðlaðandi og ég er að fara í létta handsnyrtingu á föstudaginn og e-ð verð ég að hafa til að snyrta....því annars væri það gjörsamlega tilgangslaust að fara...
ég, hildigunnur og
helena vorum mjög menningarlegar í dag og ákváðum að skoða byggðasafnið í garðinum. jebb ég sagði byggðasafnið í garðinum.....ekkert voða stórt en samt gaman að skoða þarna...mæli alveg með því...svo settumst við upp og fengum okkur kaffi og köku :)
nnugni at
17:48
6.8.05
var í bónus með mömmu í gær.....heyrði hluta úr samtali...
manneskja 1: "hvað segiru, hvenær var hún jörðuð?"
manneskja 2: "þegar hún dó!"
ógisslega fyndið en samt nasty!!!
nnugni at
14:58
2.8.05
þá er ágúst mánuður kominn....og sumarið að verða búið!!
ég ákvað að skreppa uppá völl og var e-ð að ræða launaseðlana við yfirmann minn og nema hvað.....strax búið að bjóða mér vinnu næsta sumar! reyndar ekki við það sama og venjulega...þvílíkur lúxus að vera svona ómissandi ;)
nú já svo kíkti ég í útibúið uppi og heilsaði upp á mannskapinn...
imbu og co...
þar sem að það er kominn ágúst þá þýðir það bara eitt...nú þarf að borga
skólagjöldin....þannig að ég varð 99.000 kr fátækari eftir ferðina í bankann í dag..
svo tók ég spjall við einn þjónustufulltrúann því viðskiptavinir
íslandsbanka fá ókeypis
isic kort....ég ætla nebbnilega einmitt að fá mér svoleiðis áður en ég fer út....kellan var svo almennileg að hún bara....já þú ert námsmaður já já.....ég ætla að setja þig í þetta hér og gera svona og þá færðu gjöf....
get sko alveg sagt að gjöfin var ekki af verri endanum....usb kubbur..geri aðrir betur!!
nnugni at
17:28