30.1.07
var á miklum þeytingi í dag...þeas á milli tryggvagötunnar og landsímahússins...ekki að fíla það. þannig að ég þurfti að labba nokkrum sinnum yfir rónatorgið. sá þá fyrsta rónann mættann í einni ferðinni....og svo sá ég 3 saman seinna um daginn...mjög merkilegt...þeir voru með bjór í annarri og svo sá ég ekkert hvort þeir voru með eitthvað í hinni...en hey I promised to keep you posted! :p
nnugni at
21:44

ég er flutt einu sinni enn í vinnunni! að þessu sinni er það þó bara í viku...það eru 2 svona internship nemar í deildinni minni og verða í heila viku. málið er að það er varla pláss fyrir alla í deildinni minni..hvað þá 2 auka manneskjur. ein er að vísu í fríi þessa viku...þannig varð til pláss fyrir einn og svo var ég spurð hvort ég vildi vera í landsímahúsinu í eina viku.
ég sagði auddað já....enda fæ ég að vera í "prinsessuherberginu", "meyjarskemmunni" eða hvað sem fólk kallar þetta þarna...það er bara kósý sko. svo er stefanía núna ca 3 metra frá mér...þannig að ég þekki allavega einhvern þarna. ég fór og sótti mér kaffi 4 eða 5 sinnum í dag....og var 2x spurð hvort ég væri ekki í tryggvagötunni og hvað ég væri að gera þarna hjá þeim.
við erum sko að tala um það að ég veit ekkert hvaða manneskjur þetta eru og veit sko ekki hvernig þær vita hver ég er....ég hlýt að vera svona eftirtektarverð! ;)
anyway...er komin með útsýni núna...er með þetta fallega útsýni yfir hið fræga "rónatorg". það gerðist ekkert fréttnæmt þar í dag....but I will keep you posted!
nnugni at
00:14
29.1.07
langar þig að geta farið í sturtu á sama tíma og þú þværð þér um hendurnar eða ert á klóstinu? hvernig væri þá að fjárfesta í þessari
íbúð? (skoðaðu myndirnar)
nnugni at
02:03
28.1.07
allt tekur enda einhvern tímann...spurningin er bara...hvenær?
nnugni at
21:30
er hérna að horfa á leikinn....hvað er málið með mottuna hjá þjálfara þýskalands?
nnugni at
15:04
26.1.07
um daginn las ég grein einhversstaðar þar sem var búið að rannsaka það að íslendingar er sú þjóð sem ber höfuðið mest hátt þó eitthvað sé að. mér finnst þetta alveg meika sens þegar mar bara lítur á sjálfan sig og sína nánustu í lífinu.
þegar fólk spyr td. hvað segiru? hvernig hefuru það? hvað er að frétta?
þá berum við höfuðið hátt og reynum að sannfæra manneskjuna með bjöguðu brosi um leið og við segjum að við segjum allt gott, allt fínt að frétta, ég hef það fínt...
það þarf oft að vera svo mikið leyndó ef það er eitthvað að....er þó ekki að segja að mar eigi að þreyta alla með því að tala um vandamál sín við hvern sem mar hittir...en að sjálfsögðu verður mar að létta af sér hugsunum sínum við einhvern.
taktu þér 2 mín og pældu í því hvernig þú tekst á við þín vandamál...ertu nöldrandi við alla...eða berðu höfuðið hátt?
nnugni at
23:54
25.1.07
ég vissi ekki að það væri
borgarstjóri í
höfnum!!!
nnugni at
10:22
24.1.07
fólk er
snillingar!
nnugni at
15:05
23.1.07
lygari ársins?einar er reunited! :)
jebb þið lásuð rétt...
freyja er komin til landsins en ekki í langt stopp...tilefnið fyrir heimkomu hennar mætti vera gleðilegra en að sjálfsögðu er ég í skýjunum yfir að hitta hana.
málið er það að ég og védís vissum að hún væri að koma heim og hana langaði að koma stelpunum á óvart þannig að hún fékk mig og védísi í lið með sér. hún kom í hádeginu í dag og védís sótti hana á völlinn....en problemið var fólgið í að plata sædísi og imbu til kef í kvöld...þannig að ég og védís þurftum að finna góða lygi. upp kom....að það væri undirfatakynning heima hjá védísi í kvöld...ég sagði að hún þyrfti að hringja sjálf í stelpurnar og bjóða þeim til að það væri trúverðugara.
ég þóttist vera voða spennt og bauðst að sjálfsögðu til að vera á bíl og þær gætu komið með mér. þær náttlega héldu í góðri trú að þær væru að fara á einhverja hot undirfatakynningu. svo komum við til védísar...ég dinglaði 4 sinnum svo hún vissi að við værum komnar...svo settumst við inn í stofu og snarlið tilbúið á borðinu svo það væri hægt að jappla á því meðan við myndum skoða djásnin ;)
þegar við komum sagði védís að það hefði sprungið á bílnum hennar hörpu (sem var skálduð persóna) sem ætlaði að halda kynninguna og hún myndi aðeins tefjast...síðan birtist bara freyja allt í einu inni í stofu og svipurinn á stelpunum var rosalegur. sædís stökk upp og faðmaði freyju eftir smá stund en á meðan var imba ofurviðkvæma farin að tárast. þetta heppnaðist rosalega vel....
....en rúsínan í pylsuendanum er að sædís kom meira að segja með cash ef hún myndi vilja kaupa eitthvað...svo mikið trúðu þær að þær væru að fara á undirfatakynningu!!!
nnugni at
00:55
22.1.07
stelpan var svona gífurlega menningarleg í gærkvöldi....fór á frumsýningu á stuttmyndinni
önnu í tjarnarbíói. hún er eftir helenu stefánsdóttur sem er frænka lubbs og hún bauð mér einmitt að koma með sér. frekar spes...hef aldrei komið í tjarnarbíó áður og myndin var búin áður en mar vissi af....enda stuttmynd! hilmir snær guðnason og katherine baldwin leika aðalhlutverkin...frekar spes mynd en samt mjög töff!! mæli með henni!
nnugni at
18:16
21.1.07
setti inn
myndir úr útskriftarpartýinu hennar sædísar sem var í gær...til hamingju með áfangann esska! :*
reyndar eru líka nokkrar úr útskriftarpartýinu hennar heiðdísar


nnugni at
18:11
19.1.07
þetta er snilld!
gvendur í byrginu hann gvendur í byrginu var gamall perrakall
og bondage var hans fró.
hann stundaði stóðlífi og kvennafar og svall.
í byrginu hann bjó.
og guðs orð hann boðaði í bland við blíðuhót,
úr ritningunni las.
sitt sæði kvað gvendur vera allra meina bót,
sig sjálfan messías.
hann flengdi smástelpur vikuna alla,
tvær í einu þegar vel gaf.
greip í lille ven á milli guðspjalla
og dag né nótt hann varla svaf.
og ríkið sá gvendi gamla alltaf fyrir fé,
jafnóðum eydd´ann því.
hann keypti sér gúmmíkylfu og túttuklemmu úr tré
og leðurfötin ný.
hann flengdi smástelpur vikuna alla...
en kompás í leikinn skarst og vildi skemma allt,
og fletti ofan af.
nú er gvendur í kuldann kominn út og þar er kalt
hann byrgið yfirgaf.
hann flengdi smástelpur vikuna alla...
nnugni at
14:09
kraftaverk gerast!
stelpan skellti sér á æfingu í gær...hef ekki mætt á æfingu í 3 og 1/2 ár og spilaði síðast á landsmótinu 2004 sem er 2 og 1/2 ár síðan.
var alveg með fiðringinn í maganum í gær þegar ég keyrði brautina...ég hlakkaði svo mikið til :) stoppaði stutt hjá m og p til að finna yonex spaðatöskuna mína og brunaði svo í íþróttahúsið. keyrði meira að segja sömu leið og í den....fannst ég vera 18 aftur :p
æfingin gekk svona þokkalega....dáldið ryðguð...nokkur vindhögg og boltinn í járnið nokkrum sinnum. síðan tókum við jónas einn leik eftir gömlu reglunum þar sem við erum ekki búin að kynna okkur almennilega nýju reglurnar. gamla kempan sem btw þjálfaði mig þegar ég fór á fyrstu æfinguna '93....var í stuði. hann vann fyrstu lotuna 11-7 svo vann ég næstu lotu 11-9 svo var mín eiginlega búin á því og mig minnir að hann hafi unnið oddalotuna 11-3.
síðan vildi jónas endilega spila tvíliðaleik...ég var nú á því að þetta væri bara komið gott...en jú sló til...þá tók það sama við og í einliðaleiknum....ryðganir...vindhögg og boltinn í járnið. soldið leiðinlegt en samt kannski ekki...hef ekki lagt áherslu á tvíliða eða tvenndarleik síðan árið 2000 eða eitthvað...þar sem það hefur ekki verið úrval af makkerum. þannig að tvíliðaleikurinn fór ekki alveg eins og ég vildi...þarf að fínpússa ýmislegt eins og stuttu uppgjafirnar, bakhöndina og clear höggin...
svo í dag...er ég að drepast úr harðsperrum...tók sko greinilega vel á í gær...er meira að segja með harðsperrur í bakinu...og það er sko geðveikt langt síðan ég hef fengið harðsperrur í bakið...but it was totally worth it :)
nnugni at
10:26
18.1.07
steinunn er með snilldarfrasa við nafnið sitt á msn:
"kynlíf er eins og bensínstöð...stundum fær maður fulla þjónustu en yfirleitt verður maður að láta sér nægja sjálfsafgreiðslu!"
nnugni at
09:46
16.1.07
það er náttlega fáir eins seinheppnir og ég....í morgun vaknaði ég seint eins og venjulega og var á mörkunum með tíma til að ná bílastæði niðri á bakka. ég stóð fyrir framan spegilinn inni hjá mér og var að púðra mig....var svona ca hálfnuð þegar púðurdollan flýgur úr höndunum hjá mér og smallast í gólfið...hvað átti ég nú að gera? hálfpúðruð!!
sem betur fer lenti þetta í einni klessu á gólfinu samt alveg mölbrotið....ég neyddist til að klára að setja upp andlitið af gólfinu!
nnugni at
20:08
já það er ekki auðvelt að komast í gegnum alla daga í vinnunni...mar lítur voða sakleysislega út fyrir framan tölvuskjána sína að hlusta í heyrnartólum...en ef fólk vissi hvað mar er stundum að hlusta á. jújú mar hlustar á þessa venjulegu tónlist en annað slagið tekur mar tíma sem mar þarf að hlusta á fáránleg lög...bara til að halda geðheilsunni...æ þetta meikar ekki sens..heldur mar geðheilsunni með því að hlusta á fáránleg lög??
hverjum gæti dottið í hug, manneskja í jakkafötum eða fínum kvenmannsfötum sem lítur businesslega út fyrir framan tölvuna....svo er hún bara að hlusta á lög eins og um hann "árna sem segir dojojojojong"...."við erum tvær úr tungunum" eða "hún er alltof feit"!
nnugni at
16:09
15.1.07
til hamingju með afmælið pabbi!! kallinn á stórt afmæli í dag...orðinn 60 ára!
nnugni at
11:47
12.1.07
jibbý.....bústaður 16.feb :)
nnugni at
11:47
á miðvikudaginn prófaði ég soldið sem ég hef ekki prófað áður....ég skellti mér í bingó í vinabæ. alveg magnað sko...fór með sædísi og imbu. fullt af gamlingjum og líka yngra liði...sumir voða pro þarna með alveg helling af spjöldum...ég er ekkert voða heppin í spilum og soleiðis...þannig að ég vann ekki neitt...enda var ég ekkert að búast við því...anyway aldrei að vita nema mar geri þetta fljótlega aftur :)
nnugni at
10:16
10.1.07
það er bara enginn vinnufriður...ég er búin að fá 25 pósta bara núna fyrir hádegi og það tekur alveg tíma frá manni að vera að svara....
nnugni at
11:47
9.1.07
svo ég haldi nú áfram með það sem mig dreymdi....málið er það að eitt prófið mitt í skólanum var endurskoðað og ég er búi að vera að bíða eftir niðurstöðu með það síðan 22.des...það var eins og mig dreymdi...ég náði :)
nnugni at
09:11
8.1.07
í eldhúsinu hjá okkur er ein venjuleg kaffivél og ein svona vél sem hellir uppá venjulegt kaffi og expressó og eitthvað soleiðis. í morgun byrjaði nýr starfsmaður í deildinni....svo þegar ég rölti fram í eldhús sé ég að yfirmaðurinn yfir mínum yfirmanni er að útskýra fyrir nýja starfsmanninum hvernig expressókaffivélin virkar...þetta fannst mér merkilegt...manneskjan búin að vera hérna í nokkrar mínútur og strax búið að kenna henni á vélina....btw. ég er búin að vera hérna í 8 mánuði og lærði á hana í síðustu viku...
nnugni at
16:37
7.1.07
mig dreymdi í nótt svolítið sem ég hef haft áhyggjur af síðan fyrir jól og það gekk upp :)
veit samt ekki alveg hvað það þýðir...hvort það sé gott eða slæmt að dreyma það...en mun allavega hringja símtal á morgun sem mun binda enda á áhyggjur mínar...
nnugni at
15:21
6.1.07
hjartað mitt er svo lítið að það þolir ekki að ég sé ein heima í öllum þessum sprengingjum þannig að það er snilldarhugmynd að kíkja með lubbs niður í bæ í drykk :)
nnugni at
23:07
5.1.07
það beið mín miði á bílnum þegar ég var búin í vinnunni um 9 leytið í kvöld....nei þetta var ekki stöðumælasekt...ég mætti seint í morgun þannig að það var ekkert stæði laust úti á bakka (btw. yfirleitt ekki laus stæði þar eftir 8.40 á morgnana) og ég lagði á stýrimannastíg...á miðanum stóð:
"vinsamlegast virðið mitt heimastæði....stýrimannastígur 7"....pirr..stæðin eru ekki merkt þarna sem nein einkastæði og ekki legg ég í innkeyrslur hjá fólki!!
nnugni at
23:10
þetta er einn af þessum dögum....
nnugni at
16:57
3.1.07
ég man eftir gömlu góðu dögunum þegar mar fór með
16 krónur í bakaríið í grímsbæ og keypti sér eitt stykki kókóskúlu....borgaði 125 krónur áðan sem er hækkun upp á
781,25%!!!
nnugni at
17:48
2.1.07

ástu of mikið um jólin? hvernig væri að drulla sér í ræktina!!!
nnugni at
19:45
jæja þá er komið 2007!
af því tilefni ætla ég að taka þessa síðu upp aftur og gamla bloggmátann.
ég strengdi ekkert áramótaheit frekar en venjulega þar sem að ég get aldrei staðið við neitt svoleiðis. en mar fer alltaf að hugsa þegar það kemur nýtt ár....hvað skuli gera?
búin að vera í endalausum pælingum í dag um allt sem tengist lífi mínu í augnablikinu t.d. vinnan, húsnæði og so on. vil alls ekki festast í einhverju algjöru fari...þetta er bara sá tími árs sem ég fer að efast um allt...og þá meina ég allt!!!
anyway....læt þetta duga í bili...en spyr þig...strengdir þú einhver áramótaheit?
nnugni at
00:49